Innlent

Eldur kom upp í bílskúr í Hafnarfirði

Eldur kom upp í bílskúr við Flókagötu í Hafnarfirði fyrir stuttu. Töluverður reykur hafði myndast og voru slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu kallaðir út.

Talið er að eldurinn hafi komið upp í herbergi í bílskúrnum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tókst að loka herberginu og er nú verið að slökkva eldinn.

Enginn var í bílskúrnum þegar eldurinn kom upp og gengur slökkvistarf vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×