Innlent

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur

Tveir voru fluttir á slysadeild Landsspítalans eftir að þrír bílar skullu saman á Reykjanesbtraut í gærkvöldi og að minnstakosti eisnn þeirra hafnaði utan vegar. Hvorugur slasaðist þó alvarlega, en brautinni var lokað um tíma á meðan lögreglan var að greiða úr málinu.

Engin slasaðist þegar þrír bílar höfnuðu utan vegar á Vesturlandsvegi í grenndi við Grundarhverfi á Kjalarnesi í gærkvöldi. Það gekk á með dimmum éljum og var vegurinn flugháll.

Þá valt saltbíll út af Suðrulandsvegi í grennd við Sandskeið upp úr miðnætti, en ökumanninn sakaði ekki.

Bíll hafnaði á ljósastaur við Fífuhvammsveg í gærkvöldi og annar á staur á mótum Reykjanesbrautar og Strandgötu. Sá var á lélegum dekkjum og ekki búinn til vetraraksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×