Innlent

Skrifar bók um líf dóttur sinnar - leitar eftir aðstoð almennings

Mynd/Anton Brink
Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður vinnur nú að bók um Sigrúnu Mjöll dóttur sína sem lést fyrir nokkrum misserum. Á bloggsíðu sinni segir Jóhannes að bókin verði blanda af hennar sögu og hvernig baráttan við það að koma henni til aðstoðar hafi gengið fyrir sig. Hann biðlar nú til almennings og lýsir eftir sögum og myndum af Sigrúnu, eða Sissu, eins og hún var kölluð.

„Mig langar að komast í samband við fleiri einstaklinga sem þekktu hana og eru tilbúnir að hitta mig og segja mér frá samskiptunum við Sissu," segir Jóhannes. „Ég er líka að safna saman ljósmyndum af Sissu en ég veit að „þarna úti" eru til fullt af ljósmyndum af henni sem eru teknar á síma eða myndavélar. Á sama hátt og með sögur af henni langar mig að biðla til fólks sem á ljósmyndir af henni að senda mér þær - annaðhvort með bréfpósti eða með tölvupósti."

Þeir sem telja sig geta aðstoðað Jóhannes geta haft samband við hann hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×