Innlent

Reuters fjallar um gagnaver Verne Global

Fjallað er um Verne Global gagnaverið að Ásbrú í Reykjanesbæ á heimasíðu Reuters í dag. Þar segir að gagnaverið sem opnaði nýverið, sé umhverfisvænasta gagnaver í heiminum. Meðal annars er talað við forstjóra Verne, Jeff Monroe, sem bendir á að stuðst sé við orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum auk þess sem staðsetningin, mitt á milli Evrópu og Ameríku sé afar góð. Hægt er að sjá umfjöllun Reuters hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×