Innlent

Mikill verðmunur á kirsuberjatómötum - vitlaus samanburður

Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Samtaka garðyrkjubænda svaraði fyrir mikinn verðmun á innlendu og erlendu grænmeti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ástæðan var grein sem birtist á Pressunni þar sem því var haldið fram að verðmunur á kirsuberjatómötum væri gríðarlegur.

Bjarni bendir á í viðtalinu að þarna sé verið að bera saman innflutta kirsuberjatómata og svo lífræna. „Það er ekki réttur samanburður," segir Bjarni en framleiðendur grænmetis á Íslandi þurfa að keppa við óheftan innflutning á grænmeti. „Og það er stöðug barátta," segir Bjarni.

Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við Bjarna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×