Fjögur hundruð prósent aukning hjá björgunarsveitum 19. mars 2012 18:30 Björgunarsveitir á landinu öllu fóru að meðaltali í fjögur útköll á dag í janúarmánuði. Þetta er um fjögurhundruð prósenta aukning frá fyrra ári. Björgunarsveitarmenn unnu sannkallað þrekvirki þegar þeir björguðu tveimur Belgum af Vatnajökli um helgina. „Ég held að það séu komnir fimm eða sex hópar sem við höfum sótt frá áramótum, ég held að við höfum sótt alla hopa nema einn sem hafa farið þarna, af erlendum ferðamönnum, sjálfstætt," segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu. Gríðarleg aukning hefur orðið á fjölda útkalla í vetur um landið allt. Björgunarsveitir fóru í 99 útköll í desembermánuði. Útköllin voru 43 í desember árið 2010 og er þetta því ríflega hundrað prósenta aukning. Fjöldinn var enn meiri í janúar. Þá fjölgaði útköllum milli ára úr 28 í janúar 2011, í 132, sem gera að jafnaði um fjögur útköll á dag. „það er auðvitað margt sem spilar inn í, við höfum verið með ansi umhleypingasama tíð í vetur, það er búið að vera leiðindaveður oft," segir Jónas. Markaðsátakið Ísland allt árið hófst í haust en því er meðal annars ætla að fjölga ferðamönnum sem koma í vetrarferðir til Íslands. „Hversu stór hluti það er, það get ég náttúrulega ekki svarað til um frekar en aðrir, en klárlega erum við að merkja aukinn áhuga á vetrarferðalögum á íslandi, hvort sem það er á Vatnajökli, á hálendinu eða á vegum landsins." Jónas telur upplýsingagjöf til ferðamanna algjört lykilatriði, og vekur í því sambandi sérstaka athygli á slysavarnarvefnum Safetravel.is. Þar geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlun sína sem aðstoðar björgunarsveitarmenn til muna ef til leitar kemur. Það er einmitt það sem Belgarnir gerðu áður en þeir lögðu á jökulinn. „Ég held að þeir hafi undirbúið sig vel, þeir voru með góðan búnað, Hillebert tjöld, sem er nú talið eitt það besta í heimi . þannig að ég held að þarna hafi bara aðstæðurnar spilað inn. mikið frost og kuldi og vindur, og því fór sem fór," segir Jónas að lokum. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Björgunarsveitir á landinu öllu fóru að meðaltali í fjögur útköll á dag í janúarmánuði. Þetta er um fjögurhundruð prósenta aukning frá fyrra ári. Björgunarsveitarmenn unnu sannkallað þrekvirki þegar þeir björguðu tveimur Belgum af Vatnajökli um helgina. „Ég held að það séu komnir fimm eða sex hópar sem við höfum sótt frá áramótum, ég held að við höfum sótt alla hopa nema einn sem hafa farið þarna, af erlendum ferðamönnum, sjálfstætt," segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu. Gríðarleg aukning hefur orðið á fjölda útkalla í vetur um landið allt. Björgunarsveitir fóru í 99 útköll í desembermánuði. Útköllin voru 43 í desember árið 2010 og er þetta því ríflega hundrað prósenta aukning. Fjöldinn var enn meiri í janúar. Þá fjölgaði útköllum milli ára úr 28 í janúar 2011, í 132, sem gera að jafnaði um fjögur útköll á dag. „það er auðvitað margt sem spilar inn í, við höfum verið með ansi umhleypingasama tíð í vetur, það er búið að vera leiðindaveður oft," segir Jónas. Markaðsátakið Ísland allt árið hófst í haust en því er meðal annars ætla að fjölga ferðamönnum sem koma í vetrarferðir til Íslands. „Hversu stór hluti það er, það get ég náttúrulega ekki svarað til um frekar en aðrir, en klárlega erum við að merkja aukinn áhuga á vetrarferðalögum á íslandi, hvort sem það er á Vatnajökli, á hálendinu eða á vegum landsins." Jónas telur upplýsingagjöf til ferðamanna algjört lykilatriði, og vekur í því sambandi sérstaka athygli á slysavarnarvefnum Safetravel.is. Þar geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlun sína sem aðstoðar björgunarsveitarmenn til muna ef til leitar kemur. Það er einmitt það sem Belgarnir gerðu áður en þeir lögðu á jökulinn. „Ég held að þeir hafi undirbúið sig vel, þeir voru með góðan búnað, Hillebert tjöld, sem er nú talið eitt það besta í heimi . þannig að ég held að þarna hafi bara aðstæðurnar spilað inn. mikið frost og kuldi og vindur, og því fór sem fór," segir Jónas að lokum.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira