Lýsti eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar - upplifði þöggun 19. mars 2012 21:29 Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag. Þar lýsir hún kúnstinni að syrgja ástvin. „Ég var búin að ganga lengi með þessa grein í maganum," segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, sem skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag þar sem hún lýsir eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar. Anna Sigríður segir að það hafi ekki verið fyrr en maður kom til hennar þremur árum eftir sjálfsvígið sem hún áttaði sig á því að hún þyrfti að minnast lífsins, en ekki dauðans. „Ég hef oft hugsað um það, að við ættum að fókusera á lífið," segir Anna Sigríður og bætir við að hún hafi fundið fyrir því, eftir fráfall móður sinnar, hversu óþægilegt það er fyrir aðstandendur að nálgast fólk í svona mikilli sorg. „Það þarf ekki endlega að vera fólk sem fellur fyrir eigin hendi, heldur einnig þegar ungt fólk deyr eða manneskja deyr skyndilega," segir Anna Sigríður. Móðir hennar, hún Sjöfn Sölvadóttir, tók sitt eigið líf fyrir sex árum síðan. Þá var Anna Sigríður 31 árs gömul og gengin fimm mánuði með sitt fyrsta barn. Áfallið var hræðilegt. „Það var svo skyndilegt," lýsir Anna. Sjöfn átti þá í harðvítugri baráttu við þunglyndi, áfengisdrykkju og lyfjafíkn. Það var í desember árið 2006 sem hún svipti sig lífi. Eftirleikurinn var erfiður. Anna segir að móðir sín hafi í raun horfið. „Það var skyndilega eins og hún hefði aldrei verið til. Fólk forðaðist að tala um andlátið eins og heitan eldinn," segir Anna og bætir við: „Þetta var eins og einhverskonar þöggun. Allavega eins og ég upplifði það." Við tók flókið og viðkvæmt sorgarferli hjá Önnu. Hún átti í góðu sambandi við móður sína, sem ætlaði að vera viðstödd fæðingu sonar hennar, hans Fróða. „Það var erfiðasti kaflinn, að verða sjálf móðir í fyrsta sinn, og hafa ekki mömmu hjá sér," segir Anna. Á einu bretti missti hún baklandið sitt. Nú þurfti hún að standa á eigin fótum. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem allt breyttist. Og þó breytingin hafi verið gríðarlega stór í hjarta Önnu, þá lét augnablikið lítið fyrir sér fara. Þannig lýsir Anna því sjálf: „Ég var stödd á öldurhúsi með vinkonu minni á uppeldisstað mömmu og til okkar kom einn öðlingur bæjarins, heilsar okkur hress í bragði, víkur sér að vinkonu minni og segir: „Ég var vinur mömmu hennar, hún var frábær kona." Það var hið átakalausa í þessar fallegu kveðju sem sló Önnu. Hún áttaði sig á því að hún skyldi minnast móður sinnar fyrir lífið, ekki dauðann. Það er óhætt að segja að grein Önnu Sigríðar hafi vakið athygli. Yfir tvö þúsund lesendur Vísis hafa dreift henni á Facebook. „Ég hef verið að fá ótrúlega sterk viðbrögð. Meðal annars pósta og símtöl og kveðjur á Facebook." Anna segist vonast til þess að greinin hjálpi þeim sem þurfa að takast á við eftirköst sjálfsvígs og skyndilegra fráfalla. „Ég vona greinin hreyfi við fleirum og geti hjálpað," segir Anna að lokum. Hér fyrir neðan má lesa greinina. Tengdar fréttir Munið þið hana mömmu mína Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. 19. mars 2012 09:32 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
„Ég var búin að ganga lengi með þessa grein í maganum," segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, sem skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag þar sem hún lýsir eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar. Anna Sigríður segir að það hafi ekki verið fyrr en maður kom til hennar þremur árum eftir sjálfsvígið sem hún áttaði sig á því að hún þyrfti að minnast lífsins, en ekki dauðans. „Ég hef oft hugsað um það, að við ættum að fókusera á lífið," segir Anna Sigríður og bætir við að hún hafi fundið fyrir því, eftir fráfall móður sinnar, hversu óþægilegt það er fyrir aðstandendur að nálgast fólk í svona mikilli sorg. „Það þarf ekki endlega að vera fólk sem fellur fyrir eigin hendi, heldur einnig þegar ungt fólk deyr eða manneskja deyr skyndilega," segir Anna Sigríður. Móðir hennar, hún Sjöfn Sölvadóttir, tók sitt eigið líf fyrir sex árum síðan. Þá var Anna Sigríður 31 árs gömul og gengin fimm mánuði með sitt fyrsta barn. Áfallið var hræðilegt. „Það var svo skyndilegt," lýsir Anna. Sjöfn átti þá í harðvítugri baráttu við þunglyndi, áfengisdrykkju og lyfjafíkn. Það var í desember árið 2006 sem hún svipti sig lífi. Eftirleikurinn var erfiður. Anna segir að móðir sín hafi í raun horfið. „Það var skyndilega eins og hún hefði aldrei verið til. Fólk forðaðist að tala um andlátið eins og heitan eldinn," segir Anna og bætir við: „Þetta var eins og einhverskonar þöggun. Allavega eins og ég upplifði það." Við tók flókið og viðkvæmt sorgarferli hjá Önnu. Hún átti í góðu sambandi við móður sína, sem ætlaði að vera viðstödd fæðingu sonar hennar, hans Fróða. „Það var erfiðasti kaflinn, að verða sjálf móðir í fyrsta sinn, og hafa ekki mömmu hjá sér," segir Anna. Á einu bretti missti hún baklandið sitt. Nú þurfti hún að standa á eigin fótum. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem allt breyttist. Og þó breytingin hafi verið gríðarlega stór í hjarta Önnu, þá lét augnablikið lítið fyrir sér fara. Þannig lýsir Anna því sjálf: „Ég var stödd á öldurhúsi með vinkonu minni á uppeldisstað mömmu og til okkar kom einn öðlingur bæjarins, heilsar okkur hress í bragði, víkur sér að vinkonu minni og segir: „Ég var vinur mömmu hennar, hún var frábær kona." Það var hið átakalausa í þessar fallegu kveðju sem sló Önnu. Hún áttaði sig á því að hún skyldi minnast móður sinnar fyrir lífið, ekki dauðann. Það er óhætt að segja að grein Önnu Sigríðar hafi vakið athygli. Yfir tvö þúsund lesendur Vísis hafa dreift henni á Facebook. „Ég hef verið að fá ótrúlega sterk viðbrögð. Meðal annars pósta og símtöl og kveðjur á Facebook." Anna segist vonast til þess að greinin hjálpi þeim sem þurfa að takast á við eftirköst sjálfsvígs og skyndilegra fráfalla. „Ég vona greinin hreyfi við fleirum og geti hjálpað," segir Anna að lokum. Hér fyrir neðan má lesa greinina.
Tengdar fréttir Munið þið hana mömmu mína Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. 19. mars 2012 09:32 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Munið þið hana mömmu mína Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. 19. mars 2012 09:32