Lýsti eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar - upplifði þöggun 19. mars 2012 21:29 Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag. Þar lýsir hún kúnstinni að syrgja ástvin. „Ég var búin að ganga lengi með þessa grein í maganum," segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, sem skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag þar sem hún lýsir eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar. Anna Sigríður segir að það hafi ekki verið fyrr en maður kom til hennar þremur árum eftir sjálfsvígið sem hún áttaði sig á því að hún þyrfti að minnast lífsins, en ekki dauðans. „Ég hef oft hugsað um það, að við ættum að fókusera á lífið," segir Anna Sigríður og bætir við að hún hafi fundið fyrir því, eftir fráfall móður sinnar, hversu óþægilegt það er fyrir aðstandendur að nálgast fólk í svona mikilli sorg. „Það þarf ekki endlega að vera fólk sem fellur fyrir eigin hendi, heldur einnig þegar ungt fólk deyr eða manneskja deyr skyndilega," segir Anna Sigríður. Móðir hennar, hún Sjöfn Sölvadóttir, tók sitt eigið líf fyrir sex árum síðan. Þá var Anna Sigríður 31 árs gömul og gengin fimm mánuði með sitt fyrsta barn. Áfallið var hræðilegt. „Það var svo skyndilegt," lýsir Anna. Sjöfn átti þá í harðvítugri baráttu við þunglyndi, áfengisdrykkju og lyfjafíkn. Það var í desember árið 2006 sem hún svipti sig lífi. Eftirleikurinn var erfiður. Anna segir að móðir sín hafi í raun horfið. „Það var skyndilega eins og hún hefði aldrei verið til. Fólk forðaðist að tala um andlátið eins og heitan eldinn," segir Anna og bætir við: „Þetta var eins og einhverskonar þöggun. Allavega eins og ég upplifði það." Við tók flókið og viðkvæmt sorgarferli hjá Önnu. Hún átti í góðu sambandi við móður sína, sem ætlaði að vera viðstödd fæðingu sonar hennar, hans Fróða. „Það var erfiðasti kaflinn, að verða sjálf móðir í fyrsta sinn, og hafa ekki mömmu hjá sér," segir Anna. Á einu bretti missti hún baklandið sitt. Nú þurfti hún að standa á eigin fótum. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem allt breyttist. Og þó breytingin hafi verið gríðarlega stór í hjarta Önnu, þá lét augnablikið lítið fyrir sér fara. Þannig lýsir Anna því sjálf: „Ég var stödd á öldurhúsi með vinkonu minni á uppeldisstað mömmu og til okkar kom einn öðlingur bæjarins, heilsar okkur hress í bragði, víkur sér að vinkonu minni og segir: „Ég var vinur mömmu hennar, hún var frábær kona." Það var hið átakalausa í þessar fallegu kveðju sem sló Önnu. Hún áttaði sig á því að hún skyldi minnast móður sinnar fyrir lífið, ekki dauðann. Það er óhætt að segja að grein Önnu Sigríðar hafi vakið athygli. Yfir tvö þúsund lesendur Vísis hafa dreift henni á Facebook. „Ég hef verið að fá ótrúlega sterk viðbrögð. Meðal annars pósta og símtöl og kveðjur á Facebook." Anna segist vonast til þess að greinin hjálpi þeim sem þurfa að takast á við eftirköst sjálfsvígs og skyndilegra fráfalla. „Ég vona greinin hreyfi við fleirum og geti hjálpað," segir Anna að lokum. Hér fyrir neðan má lesa greinina. Tengdar fréttir Munið þið hana mömmu mína Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. 19. mars 2012 09:32 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðurleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Ég var búin að ganga lengi með þessa grein í maganum," segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, sem skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag þar sem hún lýsir eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar. Anna Sigríður segir að það hafi ekki verið fyrr en maður kom til hennar þremur árum eftir sjálfsvígið sem hún áttaði sig á því að hún þyrfti að minnast lífsins, en ekki dauðans. „Ég hef oft hugsað um það, að við ættum að fókusera á lífið," segir Anna Sigríður og bætir við að hún hafi fundið fyrir því, eftir fráfall móður sinnar, hversu óþægilegt það er fyrir aðstandendur að nálgast fólk í svona mikilli sorg. „Það þarf ekki endlega að vera fólk sem fellur fyrir eigin hendi, heldur einnig þegar ungt fólk deyr eða manneskja deyr skyndilega," segir Anna Sigríður. Móðir hennar, hún Sjöfn Sölvadóttir, tók sitt eigið líf fyrir sex árum síðan. Þá var Anna Sigríður 31 árs gömul og gengin fimm mánuði með sitt fyrsta barn. Áfallið var hræðilegt. „Það var svo skyndilegt," lýsir Anna. Sjöfn átti þá í harðvítugri baráttu við þunglyndi, áfengisdrykkju og lyfjafíkn. Það var í desember árið 2006 sem hún svipti sig lífi. Eftirleikurinn var erfiður. Anna segir að móðir sín hafi í raun horfið. „Það var skyndilega eins og hún hefði aldrei verið til. Fólk forðaðist að tala um andlátið eins og heitan eldinn," segir Anna og bætir við: „Þetta var eins og einhverskonar þöggun. Allavega eins og ég upplifði það." Við tók flókið og viðkvæmt sorgarferli hjá Önnu. Hún átti í góðu sambandi við móður sína, sem ætlaði að vera viðstödd fæðingu sonar hennar, hans Fróða. „Það var erfiðasti kaflinn, að verða sjálf móðir í fyrsta sinn, og hafa ekki mömmu hjá sér," segir Anna. Á einu bretti missti hún baklandið sitt. Nú þurfti hún að standa á eigin fótum. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem allt breyttist. Og þó breytingin hafi verið gríðarlega stór í hjarta Önnu, þá lét augnablikið lítið fyrir sér fara. Þannig lýsir Anna því sjálf: „Ég var stödd á öldurhúsi með vinkonu minni á uppeldisstað mömmu og til okkar kom einn öðlingur bæjarins, heilsar okkur hress í bragði, víkur sér að vinkonu minni og segir: „Ég var vinur mömmu hennar, hún var frábær kona." Það var hið átakalausa í þessar fallegu kveðju sem sló Önnu. Hún áttaði sig á því að hún skyldi minnast móður sinnar fyrir lífið, ekki dauðann. Það er óhætt að segja að grein Önnu Sigríðar hafi vakið athygli. Yfir tvö þúsund lesendur Vísis hafa dreift henni á Facebook. „Ég hef verið að fá ótrúlega sterk viðbrögð. Meðal annars pósta og símtöl og kveðjur á Facebook." Anna segist vonast til þess að greinin hjálpi þeim sem þurfa að takast á við eftirköst sjálfsvígs og skyndilegra fráfalla. „Ég vona greinin hreyfi við fleirum og geti hjálpað," segir Anna að lokum. Hér fyrir neðan má lesa greinina.
Tengdar fréttir Munið þið hana mömmu mína Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. 19. mars 2012 09:32 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðurleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Munið þið hana mömmu mína Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. 19. mars 2012 09:32