Nei, þú átt ekki bílinn þinn Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. mars 2012 19:20 Innanríkisráðuneytið hefur í tvígang hafnað beiðnum fólks um að fá að vera skráðir eigendur bíla sinna í stað bílalánafyrirtækja. Lektor í lögfræði sakar stjórnvöld um meðvirkni með risunum á bankamarkaði. Hver á bílinn minn? Er spurning sem líklega hefur brunnið á vörum margra eftir að Hæstiréttur skar úr um að fjármögnunarleigusamningar væru í raun lánasamningar. Það hefur hins vegar ekki leitt til þess að bílar með fyrrverandi gengislánum hafi verið skráðir sem eign eigenda sinna. Tæplega einn af hverjum fimm bílum sem fara um götur og vegi landins eru skráðir í eigu bílalánafyrirtækja - eða 43.365 bílar, samkvæmt Umferðarstofu. Þeirra á meðal var fjölskyldubíll Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknar, og manns hennar. Þau skulduðu lítið í bílnum þegar þau ákváðu í haust að óska eftir því við Umferðarstofu að eiginmaður hennar yrði skráður eigandi bílsins í stað bílalánafyrirtækisins. Tveir til viðbótar hafa gert slíkt hið sama. Öllum var neitað. Þau og annar bíleigandi til kærðu ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Eygló bendir á að eigendaskráningin sé forsenda þess að bankar geti vörslusvipt fólk bílum sínum án dómsúrskurðar, og því sé grundvallaratriði hver sé skráður eigandi. Jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk hafi greitt út meirihluta af andvirði bíla sinna, en tekið minnihlutann að láni séu þeir bílar skráðir í eigu bílalánafyrirtækja. Og á meðan hafi stjórnsýslan sofið. Úrskurðirnir féllu báðir núna í febrúar og eru samhljóða. Ákvörðun Umferðarstofu um að synja kröfu þeirra er staðfest, vegna þess að Umferðarstofa hafi ekki heimild til að skera úr ágreiningi um eignarhald. Eygló segir úrskurðina sýna getuleysi og ábyrgðarleysi íslenskrar stjórnsýslu. Ingibjörg Ingvadóttir, lögmaður og lektor í lögfræði við Háskólann á Bifröst, segir úrskurðina lykta af því að menn taki bókstaf laganna fram yfir innihald. Það sé verulegur vafi um raunverulegt eignarhald á viðkomandi bílum eftir að Hæstiréttur hafi úrskurðað að leigusamningar hafi í raun verið lánasamningar. Hún átelur stjórnvöld fyrir að hafa ekki kortlagt umfangsmiklar afleiðingar gengisdóma Hæstaréttar - og meðal annars þann sem snúi að eigendaskráningu bíla. Viðbrögð þeirra hafi verið fumkennd og einkennst af meðvirkni með bankarisunum. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur í tvígang hafnað beiðnum fólks um að fá að vera skráðir eigendur bíla sinna í stað bílalánafyrirtækja. Lektor í lögfræði sakar stjórnvöld um meðvirkni með risunum á bankamarkaði. Hver á bílinn minn? Er spurning sem líklega hefur brunnið á vörum margra eftir að Hæstiréttur skar úr um að fjármögnunarleigusamningar væru í raun lánasamningar. Það hefur hins vegar ekki leitt til þess að bílar með fyrrverandi gengislánum hafi verið skráðir sem eign eigenda sinna. Tæplega einn af hverjum fimm bílum sem fara um götur og vegi landins eru skráðir í eigu bílalánafyrirtækja - eða 43.365 bílar, samkvæmt Umferðarstofu. Þeirra á meðal var fjölskyldubíll Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknar, og manns hennar. Þau skulduðu lítið í bílnum þegar þau ákváðu í haust að óska eftir því við Umferðarstofu að eiginmaður hennar yrði skráður eigandi bílsins í stað bílalánafyrirtækisins. Tveir til viðbótar hafa gert slíkt hið sama. Öllum var neitað. Þau og annar bíleigandi til kærðu ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Eygló bendir á að eigendaskráningin sé forsenda þess að bankar geti vörslusvipt fólk bílum sínum án dómsúrskurðar, og því sé grundvallaratriði hver sé skráður eigandi. Jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk hafi greitt út meirihluta af andvirði bíla sinna, en tekið minnihlutann að láni séu þeir bílar skráðir í eigu bílalánafyrirtækja. Og á meðan hafi stjórnsýslan sofið. Úrskurðirnir féllu báðir núna í febrúar og eru samhljóða. Ákvörðun Umferðarstofu um að synja kröfu þeirra er staðfest, vegna þess að Umferðarstofa hafi ekki heimild til að skera úr ágreiningi um eignarhald. Eygló segir úrskurðina sýna getuleysi og ábyrgðarleysi íslenskrar stjórnsýslu. Ingibjörg Ingvadóttir, lögmaður og lektor í lögfræði við Háskólann á Bifröst, segir úrskurðina lykta af því að menn taki bókstaf laganna fram yfir innihald. Það sé verulegur vafi um raunverulegt eignarhald á viðkomandi bílum eftir að Hæstiréttur hafi úrskurðað að leigusamningar hafi í raun verið lánasamningar. Hún átelur stjórnvöld fyrir að hafa ekki kortlagt umfangsmiklar afleiðingar gengisdóma Hæstaréttar - og meðal annars þann sem snúi að eigendaskráningu bíla. Viðbrögð þeirra hafi verið fumkennd og einkennst af meðvirkni með bankarisunum.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira