Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC 7. apríl 2012 12:45 „Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, var fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti en í dag er hann sannkallað undrabarn í íþróttinni. Bandaríska íþróttamerkið DC Shoes frétti af kappanum, bauð honum út með föður sínum á Shred Days-snjóbrettamótið í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Þar stóð Benni sig með prýði og var meðal annars valinn nýliði ársins. „Þeir hjá DC fréttu af honum og vildu sjá hvað hann gæti með eigin augum. Okkur feðgunum var því boðið út þar sem Benni atti kappi við tvo ellefu ára stráka og var að lokum valinn nýliði ársins á mótinu," segir Friðbjörn Benediktsson faðir Benna en þeir feðgar hafa náð munnlegu samkomulagi við fyrirtækið sem styrkir Benna og gefur honum þann snjóbrettafatnað sem hann þarf á að halda. „Hann vakti mikla athygli þarna úti. Hann þurfti meira að segja að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp á myndum fyrir aðdáendur." Sjálfur er Benni himinlifandi yfir ferðalaginu og fannst skemmtilegast að renna sér, sérstaklega með fræga norska snjóbrettakappanum Thorstein Horgmo sem er í uppáhaldi hjá Benna. „Við renndum okkur saman og hann kenndi mér smá," segir Benni sem segist ekki detta oft. „Ég rotaðist í fyrra en ég man ekki hvernig það gerðist. Núna er ég alltaf með hjálm." Friðbjörn segir Benna hafa verið ótrúlega fljótan að ná tökum á íþróttinni. „Hann hugsar ekki um mikið annað og fer alltaf í fjallið þegar færi gefst. Á sumrin er hann á hjólabretti og í fimleikum. Ég hef séð rosalega miklar framfarir hjá honum á síðasta ári. Hann er staðráðinn í að verða atvinnumaður þegar hann verður stór." Næst á dagskrá hjá Benna er að renna sér á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hefst á Akureyri 12. apríl, en þar er hann yngsti keppandinn. alfrun@frettabladid.is Hægt er að sjá Benna sýna ótrúlega takta í myndbandinu hér fyrir ofan. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
„Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, var fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti en í dag er hann sannkallað undrabarn í íþróttinni. Bandaríska íþróttamerkið DC Shoes frétti af kappanum, bauð honum út með föður sínum á Shred Days-snjóbrettamótið í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Þar stóð Benni sig með prýði og var meðal annars valinn nýliði ársins. „Þeir hjá DC fréttu af honum og vildu sjá hvað hann gæti með eigin augum. Okkur feðgunum var því boðið út þar sem Benni atti kappi við tvo ellefu ára stráka og var að lokum valinn nýliði ársins á mótinu," segir Friðbjörn Benediktsson faðir Benna en þeir feðgar hafa náð munnlegu samkomulagi við fyrirtækið sem styrkir Benna og gefur honum þann snjóbrettafatnað sem hann þarf á að halda. „Hann vakti mikla athygli þarna úti. Hann þurfti meira að segja að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp á myndum fyrir aðdáendur." Sjálfur er Benni himinlifandi yfir ferðalaginu og fannst skemmtilegast að renna sér, sérstaklega með fræga norska snjóbrettakappanum Thorstein Horgmo sem er í uppáhaldi hjá Benna. „Við renndum okkur saman og hann kenndi mér smá," segir Benni sem segist ekki detta oft. „Ég rotaðist í fyrra en ég man ekki hvernig það gerðist. Núna er ég alltaf með hjálm." Friðbjörn segir Benna hafa verið ótrúlega fljótan að ná tökum á íþróttinni. „Hann hugsar ekki um mikið annað og fer alltaf í fjallið þegar færi gefst. Á sumrin er hann á hjólabretti og í fimleikum. Ég hef séð rosalega miklar framfarir hjá honum á síðasta ári. Hann er staðráðinn í að verða atvinnumaður þegar hann verður stór." Næst á dagskrá hjá Benna er að renna sér á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hefst á Akureyri 12. apríl, en þar er hann yngsti keppandinn. alfrun@frettabladid.is Hægt er að sjá Benna sýna ótrúlega takta í myndbandinu hér fyrir ofan.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira