Innlent

Contraband efst á lista yfir vinsælustu myndir ársins

Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi.
Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi.
Contraband, nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, er vinsælasta mynd ársins. Alls hefur myndin halað inn rúmlega 73 milljón dollurum á heimsvísu eða tæplega 9 milljörðum íslenskra króna.

Á vefsíðunni Boxoffice.com kemur fram að framleiðslukostnaður Contrabands hafi verið rúmlega 6.5 milljarðar króna.

Hér er hægt að sjá lista yfir vinsælustu kvikmyndir ársins.mynd/Boxoffice.com
Contraband var frumsýnd 13. janúar síðastliðinn og er enn sem komið er ársins. Í öðru sæti er kvikmyndin Underworld Awakening. The Devil Inside vermir þriðja sætið.

Hægt er að sjá lista yfir vinsælustu kvikmyndir ársins hér til hliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×