Gréta Salóme: Þvæla að lagið sé stolið 15. febrúar 2012 11:41 Jón Jósep Snæbjörnsson og Gréta Salóme Stefánsdóttir munu flytja lagið Mundu eftir mér á sviðinu í Bakú í maí. Gréta segir að lagið sé ekki stolið. Mynd/Daníel Rúnarsson „Ég var tólf ára þegar þetta lag var samið og ég var að heyra það í fyrsta skiptið núna," segir Gréta Salóme Stefánsdóttir, höfundur og annar flytjandi lagsins Mundu eftir mér, sem sigraði Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Aðstandendur vefsíðunnar Nýtónlist.net halda því fram að lagið sé sláandi líkt laginu Álfakóngurinn, sem kom út árið 1998. Höfundur lagsins segir lögin ekki lík. „Ég var ein í Skálholtskirkju þegar ég samdi mitt lag og gerði það af heilindum. Ég hef aldrei heyrt þetta lag áður, eins og ég segi var ég tólf ára þegar það kom út. Eina sem er líkt með þessum lögum er að þetta eru þjóðlagakennd lög. Ef það er bannað er ég ansi hrædd um að margir væru í slæmum málum. Ég er sammála öllum á netinu sem segja að þetta sé þvæla, ef það væri þannig að það væri bannað að semja lög í líkum stíl þá væru öll lögin sem voru á laugardaginn ólögleg," segir Gréta Salóme í samtali við Vísi.Höfundur Álfakóngsins sammála Grétu Salóme Höfundur lagsins Álfakóngurinn er Heimir Sindrason en lagið kom út árið 1998. „Ég er bara montinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að lagið sé stolið. Það er þjóðlegur blær yfir lögunum, ég samdi mitt lag með það fyrir augum og ég held að Gréta hafi gert það líka. Líkindin fóru nú ekki að renna upp fyrir mér fyrr en menn fóru að tala um þetta," segir hann og bendir á að þrátt fyrir að hafa verið bent á líkindin sé hann ekki enn farinn að heyra að lögin séu lík. Söngkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir, í hljómsveitinni The Charlies, sungu lagið á sínum tíma. „Þetta er fyrsta lagið sem Klara syngur. Ég heyrði Klöru syngja á ættarmóti á sínum tíma og heyrði að hún hafði þessa undurfögru rödd. Ég tel mig hafa uppgötvað hana," segir hann kíminn. „Ef lagið mitt fær byr undir báða vængi þætti mér það ekkert verra. En að lag Grétu sé stolið er ekki fræðilegur möguleiki. Frammistaða Grétu Salóme á laugardaginn var bara frábær, ég kaus meira að segja lagið, ég er bara montinn af henni," segir hann.Frí frá Sinfó Gréta Salóme segir að nú sé undirbúningur að hefjast fyrir keppnina í Aserbaídsjan í maí. „Við erum búin að vinna eins og skepnur síðustu vikur og hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Við ætlum að komast eins langt og við getum," segir hún en hún er í fullri vinnu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Við þurfum að skila öllu af okkur um miðjan mars og erum byrjuð að vinna á fullu í því. Ég ætla að taka mér smá hlé frá Sinfó á meðan við útsetjum lagið og pælum aðeins meira í því," segir hún að lokum.Hægt er að hlusta á lögin tvö, Álfakóngurinn og Mundu eftir mér, á Nýtónlist.net. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
„Ég var tólf ára þegar þetta lag var samið og ég var að heyra það í fyrsta skiptið núna," segir Gréta Salóme Stefánsdóttir, höfundur og annar flytjandi lagsins Mundu eftir mér, sem sigraði Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Aðstandendur vefsíðunnar Nýtónlist.net halda því fram að lagið sé sláandi líkt laginu Álfakóngurinn, sem kom út árið 1998. Höfundur lagsins segir lögin ekki lík. „Ég var ein í Skálholtskirkju þegar ég samdi mitt lag og gerði það af heilindum. Ég hef aldrei heyrt þetta lag áður, eins og ég segi var ég tólf ára þegar það kom út. Eina sem er líkt með þessum lögum er að þetta eru þjóðlagakennd lög. Ef það er bannað er ég ansi hrædd um að margir væru í slæmum málum. Ég er sammála öllum á netinu sem segja að þetta sé þvæla, ef það væri þannig að það væri bannað að semja lög í líkum stíl þá væru öll lögin sem voru á laugardaginn ólögleg," segir Gréta Salóme í samtali við Vísi.Höfundur Álfakóngsins sammála Grétu Salóme Höfundur lagsins Álfakóngurinn er Heimir Sindrason en lagið kom út árið 1998. „Ég er bara montinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að lagið sé stolið. Það er þjóðlegur blær yfir lögunum, ég samdi mitt lag með það fyrir augum og ég held að Gréta hafi gert það líka. Líkindin fóru nú ekki að renna upp fyrir mér fyrr en menn fóru að tala um þetta," segir hann og bendir á að þrátt fyrir að hafa verið bent á líkindin sé hann ekki enn farinn að heyra að lögin séu lík. Söngkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir, í hljómsveitinni The Charlies, sungu lagið á sínum tíma. „Þetta er fyrsta lagið sem Klara syngur. Ég heyrði Klöru syngja á ættarmóti á sínum tíma og heyrði að hún hafði þessa undurfögru rödd. Ég tel mig hafa uppgötvað hana," segir hann kíminn. „Ef lagið mitt fær byr undir báða vængi þætti mér það ekkert verra. En að lag Grétu sé stolið er ekki fræðilegur möguleiki. Frammistaða Grétu Salóme á laugardaginn var bara frábær, ég kaus meira að segja lagið, ég er bara montinn af henni," segir hann.Frí frá Sinfó Gréta Salóme segir að nú sé undirbúningur að hefjast fyrir keppnina í Aserbaídsjan í maí. „Við erum búin að vinna eins og skepnur síðustu vikur og hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Við ætlum að komast eins langt og við getum," segir hún en hún er í fullri vinnu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Við þurfum að skila öllu af okkur um miðjan mars og erum byrjuð að vinna á fullu í því. Ég ætla að taka mér smá hlé frá Sinfó á meðan við útsetjum lagið og pælum aðeins meira í því," segir hún að lokum.Hægt er að hlusta á lögin tvö, Álfakóngurinn og Mundu eftir mér, á Nýtónlist.net.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira