Reynt að bjarga kísilveri í Helguvík Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2012 11:59 Lóðin í Helguvík sem ætluð er kísilveri. Framkvæmdir áttu að hefjast í fyrrasumar. Stefnt er að því að drög að breyttum orkusamningi við Íslenska kísilfélagið verði lögð fyrir stjórnarfund Landsvirkjunar á föstudag í því skyni að bjarga verkefninu, en lokafrestur, sem Landsvirkjun veitti bandarískum fjárfestum, rennur út í dag. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að áform um kísilver í Helguvík væru í uppnámi og að svo gæti farið að samningum yrði rift á næstu dögum og hætt við verkefnið. Eitt ár er liðið frá því samningar voru undirritaðir við hátíðlega athöfn í Keflavík að viðstöddum tveimur ráðherrum ríkisstjórnarinnar og áttu framkvæmdir að hefjast í fyrravor. Ekkert bólar hins vegar enn á framkvæmdum. Íslenska kísilfélagið, sem er að stærstum hluta í eigu bandaríska félagsins Globe Speciality Metals, hefur ítrekað fengið fullgildingu orkusamningsins frestað, síðast til 15. febrúar. Landsvirkjun var búin að tilkynna ráðamönnum kísilfélagsins að frekari frestir yrðu ekki veittir og nú yrði að taka endanlega ákvörðun, af eða á, en Globe-menn svöruðu á móti að þeir treystu sér ekki til að hefjast handa nema orkusamningurinn yrði endurskoðaður vegna verðlækkunar á kísil og tafa á verkefninu. Aðilar hafa að undanförnu reynt að leita lausnar enda málið í uppnámi þar sem fresturinn rennur út í dag. Aukinnar bjartsýni gætir nú um að aðilar séu að ná saman, og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að drög að breyttum orkusamningi verði lögð fyrir stjórnarfund Landsvirkjunar næstkomandi föstudag. Jafnframt er gert ráð fyrir að fresturinn verði framlengdur um einn mánuð enn, til 15. mars, til að ganga endanlega frá nýjum samningum. Þetta bendir til þess að ráðamenn Landsvirkjunar séu tilbúnir að koma til móts við óskir ráðamanna Globe um afslátt frá orkuverðinu til að kísilver geti orðið að veruleika á Suðurnesjum. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Stefnt er að því að drög að breyttum orkusamningi við Íslenska kísilfélagið verði lögð fyrir stjórnarfund Landsvirkjunar á föstudag í því skyni að bjarga verkefninu, en lokafrestur, sem Landsvirkjun veitti bandarískum fjárfestum, rennur út í dag. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að áform um kísilver í Helguvík væru í uppnámi og að svo gæti farið að samningum yrði rift á næstu dögum og hætt við verkefnið. Eitt ár er liðið frá því samningar voru undirritaðir við hátíðlega athöfn í Keflavík að viðstöddum tveimur ráðherrum ríkisstjórnarinnar og áttu framkvæmdir að hefjast í fyrravor. Ekkert bólar hins vegar enn á framkvæmdum. Íslenska kísilfélagið, sem er að stærstum hluta í eigu bandaríska félagsins Globe Speciality Metals, hefur ítrekað fengið fullgildingu orkusamningsins frestað, síðast til 15. febrúar. Landsvirkjun var búin að tilkynna ráðamönnum kísilfélagsins að frekari frestir yrðu ekki veittir og nú yrði að taka endanlega ákvörðun, af eða á, en Globe-menn svöruðu á móti að þeir treystu sér ekki til að hefjast handa nema orkusamningurinn yrði endurskoðaður vegna verðlækkunar á kísil og tafa á verkefninu. Aðilar hafa að undanförnu reynt að leita lausnar enda málið í uppnámi þar sem fresturinn rennur út í dag. Aukinnar bjartsýni gætir nú um að aðilar séu að ná saman, og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að drög að breyttum orkusamningi verði lögð fyrir stjórnarfund Landsvirkjunar næstkomandi föstudag. Jafnframt er gert ráð fyrir að fresturinn verði framlengdur um einn mánuð enn, til 15. mars, til að ganga endanlega frá nýjum samningum. Þetta bendir til þess að ráðamenn Landsvirkjunar séu tilbúnir að koma til móts við óskir ráðamanna Globe um afslátt frá orkuverðinu til að kísilver geti orðið að veruleika á Suðurnesjum.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira