Innlent

Stundvísi Iceland Express stórbatnar

Stundvísi Iceland Express hefur batnað mikið eftir að fyrirtækið fækkaði áfangastöðum sínum niður í tvo. Síðustu tvær vikur seinkaði aðeins einni af þeim tuttugu ferðum sem félagið fór til London og Kaupmannahafnar. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.

Hjá Icelandair stóðust tímasetningar 89 prósent brottfara en komutímar í aðeins helmingi tilvika. Sjö af hverjum tíu flugum félagsins, til og frá Keflavík, voru því á tíma en hjá Iceland Express var hlutfallið 83 prósent í heildina.

Fjöldi flugferða á vegum félaganna tveggja er mjög misjafn því Icelandair flýgur um átta sinnum oftar en Iceland Express til og frá landinu þessar vikurnar.

Tafir á ferðum beggja fyrirtækja voru ekki miklar á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×