Kvikmyndin Eldfjall fékk flest verðlaun á Edduhátíðinni í kvöld, en myndin var valin besta kvikmynd ársins, Theodór Júlíusson fékk verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki og Margrét Helga Jóhannesdóttir var valin besta leikkona í aðalhlutverki, Rúnar Rúnarsson var valinn leikstjóri ársins og myndin fékk verðlaun fyrir besta handrit.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir öll verðlaun sem veitt voru og hverjir fengu þau.
Stuttmynd ársins - Skaði
Frétta- eða viðtalsþáttur ársins - Landinn
Menningar og lífsstílsþáttur ársins - Hljómskálinn
Barnaefni ársins - Algjör Sveppi og Töfraskápurinn
Leikari ársins í aukahlutverki - Þorsteinn Backmann fyrir myndina Á annan veg
Leikkona í aukahlutverki - María Heba Þorkelsdóttir fyrir Okkar eigin Osló
Sjónvarpsmaður ársins - Jóhannes Kr. Kristjánsson
Skemmtiþáttur ársins - Áramótamót Hljómskálans
Tónlist ársins - Hilmar Örn Hilmarsson fyrir Andlit norðursins
Hljóð ársins - Gunnar Árnason fyrir Borgríki
Handrit ársins - Rúnar Rúnarsson fyrir Eldfjall
Leikkona í aðalhlutverki - Margrét Helga Jóhannsdóttir fyrir Eldfjall
Leikari í aðalhlutverki - Theodór Júlíusson fyrir Eldfjall
Gervi ársins - Ragna Fossberg fyrir Áramótaskaupið
Búningar - Margrét Einarsdóttir fyrir Á annan veg
Leikmynd ársins - Gunnar Karlsson fyrir Hetjur Valhallar
Leikstjóri ársins - Rúnar Rúnarsson fyrir Eldfjall
Heimildarmynd ársins - Andlit norðursins
Kvikmyndataka ársins - Árni Filippusson fyrir Á annan veg
Klipping ársins - Elísabet Ronaldsdóttir fyrir Hetjur Valhallar
Leikið sjónvarpsefni ársins - Pressa 2
Kvikmynd ársins - Eldfjall
Áhorfendaverðlaun ársins - Þóra Arnórsdóttir
Heiðursverðlaun - Vilhjálmur Knudsen myndatökumaður

