Innlent

Hvetja foreldra til þess að hlúa vel að börnum vegna hnífamáls

Melaskóli.
Melaskóli.
Skólayfirvöld í Melaskóla hafa upplýst foreldra og forráðamanna barna í skólanum varðandi tólf ára dreng sem ógnaði kennara sínum vopnaður hnífi. Foreldrar eru hvattir til þess að hlúa vel að börnum sínum eftir atburðinn.

Vísir greindi frá því í gær að drengurinn hefði verið vopnaður hnífi á skólalóð Melaskóla. Atvikið átti sér stað í frímínútum eins og fram kemur í orðsendingu sem barst til foreldra og forráðamanna í gærdag, skömmu eftir atvikið.

Lögreglan var kölluð á vettvang vegna málsins. Síðan voru barnaverndaryfirvöld upplýst um atvikið.

Fram kemur í orðsendingu skólans að nemendur í 1.-4. bekk urðu ekki vitni að þessum atburði. Svo eru foreldrar hvattir til þess að hlúa vel að börnum sínum vilji þau ræða atvikið heima fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×