Innlent

Deilt um hleranir í Háskóla Reykjavíkur

Hleranir.
Hleranir.
Málfundafélag Lögréttu í Háskóla Reykjavíkur býður til málfundar á morgun, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 16:00, í húsnæði Háskólans í Reykjavík, stofu V101.

Umræðuefni fundarins er: „Er símhlerunum beitt of frjálslega við rannsóknir lögreglu eða eru þær nauðsynlegt úrræði við rannsóknir sakamála?"

Framsögumenn verða: Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Brynjar Níelsson, hrl. hjá Lagastoð og formaður Lögmannafélags Íslands, Valtýr Sigurðsson, hrl. hjá Lagastoð og fyrrverandi ríkissaksóknari Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

Fundastjóri er Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×