Innlent

Kaldara á Bretlandi en Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur væntanlega farið hrollur um lesendur breska blaðsins Daily Express þegar þeir sáu forsíðu blaðsins í gær. Þar var því slegið upp að kaldara yrði á Bretlandi en á Íslandi í þessari viku. Hitastigið gæti farið niður í allt að -11 gráður. Í greininni segir að rekja megi kuldann til lægðar sem leggur yfir Bretlandseyjarnar en hún kemur frá Síberíu. Búist er við því að hitinn geti náð upp í allt að 2 gráður en fer langt niður fyrir frostmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×