Innlent

Landhelgisgæslan leigir þyrlu - bilaði á leiðinni heim

Þyrlan millilenti í Færeyjum.
Þyrlan millilenti í Færeyjum. Mynd / Jón Erlendsson, flugvirki
Landhelgisgæslan hefur tekið þyrluna TF-SYN á leigu frá Noregi en þyrlan bilaði á leiðinni til Íslands. Þyrlan þurfti að lenda í Færeyjum. Við skoðun á vélinni í Færeyjum kom í ljós leki í vökvakerfi á aðalgírboxi sem verið er að kanna nánar.

Vegna afar óhagstæðrar veðurspár og skoðunarinnar hefur brottför frá Færeyjum verið frestað til morgundagsins.

Þyrlan var leigð vegna þess að TF LÍF er í allsherjarskoðun í Noregi og verður fram í apríl. Þá er varðskiptið Þór, sem er splunkunýtt, á leiðinni í viðgerð til Noregs vegna vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins. Það er Rolls Royce sem sér um viðgerðina á vélinni.

Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar verður flotinn nokkurnveginn sá sami þrátt fyrir bilanir og skoðun. Þannig mun TF SYN koma til landsins á morgun. Varðskipið Týr er á leiðinni til landsins frá Nýfundnalandi og Ægir er þegar við eftirlitsstörf hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×