Innlent

Ólafur Ragnar og Al Gore skoða mörgæsir og seli

Ólafur og Al Gore skoða mörgæsir og seli.
Ólafur og Al Gore skoða mörgæsir og seli. Mynd/Vefur forsetaembættisins
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú, eru enn stödd á Suðurskautslandinu ásamt fríðu föruneyti. Forsetaembættið hefur nú birt fleiri myndir úr ferðinni.

Forsetinn þáði boð frá Al Gore, Nóbelsverðlaunahafa og fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og með í för eru menn á borð við kvikmyndaleikstjórann James Cameron og milljarðamæringana Richard Branson og Ted Turner.

Ferðinni lýkur á mánudaginn en siglt er á könnunarskipinu National Geographic Explorer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×