Dýrara fyrir eldri borgara að fá akstur - Úr 350 krónum í 1000 krónur Boði Logason skrifar 3. febrúar 2012 11:27 Eldri borgarar þurfa nú að borga 1000 krónur fyrir akstur. mynd „Við erum auðvitað ekki ánægð með þetta," segir Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara. Um áramótin tóku í gildi hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við eldri borgara og mótmælir félagið þeim harðlega. Á meðal hækkana er gjald fyrir akstursþjónustu eldri borgara. Í fyrra var gjaldið sama og almennt gjald í strætó eða 350 krónur fyrir fyrstu 16 ferðirnar á mánuði en fyrir hverja ferð umfram 16 var gjaldið 1000 krónur. Nú um áramótin var þetta gjald hækkað og kostar nú hver ferð 1000 krónur, óháð fjölda ferða. Þeir tekjulægstu fá þó að halda fyrstu 16 ferðum á 350 krónur. Eldri borgari hafði samband við fréttastofu í morgun og var mikið niðri fyrir vegna þessa hækkana. „Þetta verður til þess að fólk hætti að sækja sér þjónustu og hættir að fara á ýmsar skemmtanir," sagði hann við blaðamann í morgun. Hann tók fram að hækkanirnar séu kannski ekki miklar í krónum talið, en fyrir eldri borgara muni um hverja einustu krónu. En þetta eru ekki einu hækkanirnar hjá Reykjavíkurborg. Hádegismatur og heimsent fæði kostaði 550 krónur árið 2011 en hækkaði í 610 krónur um áramótin, eða um tæp 12 prósent. Þá hafa námskeiðsgjöld og brennslugjald fyrir leir og postulín hækkað úr 200 krónum í 250 krónur, eða um 25 prósent. Mánaðargjald fyrir opið félagsstarf hefur hækkað um 10 prósent, eða úr 1000 krónur í 1100 krónur. Þjónustugjöld í íbúðum aldraðra hafa alls staðar hækkað um 10 %. Sem dæmi má nefna að gjald fyrir einstaklinga við Dalbraut og Seljahlíð var 18.000 kr. árið 2011 en verður 19.800 kr. árið 2012 og fyrir hjón hækkar það úr 20.000 kr. í 22.000 kr. Í ályktun kjararáðs frá 20. janúar á þessu ári er hækkunum mótmælt harðlega og tekið fram að þær komi mjög illa við eldri borgara. „Þær taka til baka hluta af þeim litlu hækkunum á tryggingabótum aldraðra hjá Tryggingastofnun ríkisins sem urðu um áramót. Kjaranefnd FEB skorar á borgaryfirvöld að afturkalla þessar hækkanir," segir í ályktuninni. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
„Við erum auðvitað ekki ánægð með þetta," segir Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara. Um áramótin tóku í gildi hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við eldri borgara og mótmælir félagið þeim harðlega. Á meðal hækkana er gjald fyrir akstursþjónustu eldri borgara. Í fyrra var gjaldið sama og almennt gjald í strætó eða 350 krónur fyrir fyrstu 16 ferðirnar á mánuði en fyrir hverja ferð umfram 16 var gjaldið 1000 krónur. Nú um áramótin var þetta gjald hækkað og kostar nú hver ferð 1000 krónur, óháð fjölda ferða. Þeir tekjulægstu fá þó að halda fyrstu 16 ferðum á 350 krónur. Eldri borgari hafði samband við fréttastofu í morgun og var mikið niðri fyrir vegna þessa hækkana. „Þetta verður til þess að fólk hætti að sækja sér þjónustu og hættir að fara á ýmsar skemmtanir," sagði hann við blaðamann í morgun. Hann tók fram að hækkanirnar séu kannski ekki miklar í krónum talið, en fyrir eldri borgara muni um hverja einustu krónu. En þetta eru ekki einu hækkanirnar hjá Reykjavíkurborg. Hádegismatur og heimsent fæði kostaði 550 krónur árið 2011 en hækkaði í 610 krónur um áramótin, eða um tæp 12 prósent. Þá hafa námskeiðsgjöld og brennslugjald fyrir leir og postulín hækkað úr 200 krónum í 250 krónur, eða um 25 prósent. Mánaðargjald fyrir opið félagsstarf hefur hækkað um 10 prósent, eða úr 1000 krónur í 1100 krónur. Þjónustugjöld í íbúðum aldraðra hafa alls staðar hækkað um 10 %. Sem dæmi má nefna að gjald fyrir einstaklinga við Dalbraut og Seljahlíð var 18.000 kr. árið 2011 en verður 19.800 kr. árið 2012 og fyrir hjón hækkar það úr 20.000 kr. í 22.000 kr. Í ályktun kjararáðs frá 20. janúar á þessu ári er hækkunum mótmælt harðlega og tekið fram að þær komi mjög illa við eldri borgara. „Þær taka til baka hluta af þeim litlu hækkunum á tryggingabótum aldraðra hjá Tryggingastofnun ríkisins sem urðu um áramót. Kjaranefnd FEB skorar á borgaryfirvöld að afturkalla þessar hækkanir," segir í ályktuninni.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira