Innlent

Tveimur hundum bjargað úr reykfylltri íbúð

Tveimur hundum var bjargað út úr reykfylltri íbúð í fjölbýlishúsi við Hringbraut i Reykjavík um átta leitið í gærkvöldi og sakaði þá ekki.

Íbúi í húsinu heyrði mikið gelt úr íbúðinni og fann auk þess megna reykjarlykt, en engin svaraði þegar hann bankaði. Kallaði hann þá til mann, sem kann til slökkvistarfa og braut hann upp hurðina, fann glóð í potti á eldavélinni, sem hann slökkti undir og bjargaði hundunum út, á meðan beðið var eftir slökkviliðinu.

Slökkviliðið kom og reykræsti íbúðina og stigaganginn, og varð engum íbúa meint af reyknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×