Innlent

Norsk loðnuskip landa hérlendis

Norskt loðnuskip er nú á leið til löndunar á Eskifirði og bætist þá við nokkur önnur norsk skip, sem landað hafa hér á landi.

Kvóti á hvert skip Norðmanna hér við land er um það bil tveir farmar og virðast Norðmennirnir ætla að landa að minnsta kosti fyrri farminum hér á landi, enda löng sigling af miðunum til Noregs og veðrátta rysjótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×