Innlent

Tólf ára með hníf í skólanum - lögreglan kölluð til

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að grunnskóla í vesturborginni í dag vegna tólf ára drengs sem var vopnaður hnífi. Drengurinn ógnaði nærstöddum með hnífnum og var lögreglan því kölluð til.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá þurfti ekki að afvopna drenginn. Málið leystist farsællega og verður tilkynnt til barnaverndaryfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×