Innlent

Tugir háhyrninga í Kolgrafarfirði

Tugir háhyrninga sáust í dag við brúnna í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi. Dagbjört Emilsdóttir var þar á ferð og náði þessum flottu myndum. Hún segir að dýralífið í firðinum sé mjög fjölskrúðugt. Undanfarið hafi verið óvenjulega mikið um skarfa og einnig mikið af æðakollu, súlum og mávum. Dagbjört sá síðan stærðarinnar haförn fljúga í rólegheitum við brúnnaí síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×