Bíllinn tekinn í skjóli nætur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. janúar 2012 18:35 Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar. Það var um átta í morgun sem Rós María Oddsdóttir var á leið með börnin í skólann. Þegar hún kemur að bílastæðinu sér hún að bíllinn er ekki þar. Það fyrsta sem henni og börnunum datt í hug var að bílnum hefði verið stolið. „Þau sögðu: Mamma, eigum við ekki að hringja á lögguna og gá hvort hún finnur bófann." En Rós ákveður að hringja í Lýsingu til að spyrja hvort bíllinn hafi verið tekinn. „Og þeir svara því játandi." Lýsing sendir síðan mann til Rósar til að sækja lykilinn. Hún mátti ekki tæma bílinn sjálf, sem var fullur af persónulegum munum, m.a. útiflíkum og aukafatnaði sem börnin áttu að hafa með sér í skólann. Fjörutíu mínútum síðar kemur hann síðan með allt það dót sem hún var með í bílnum. Rós greiddi af bílnum í 4 ár, en hafði ekkert greitt í 10 mánuði, eða síðan hún sótti um greiðsluaðlögun. Enda má hún ekki greiða af skuldum sínum meðan umsóknin er í vinnslu, til að mismuna ekki kröfuhöfum. Lögmaður hennar gerði auk þess samkomulag við Lýsingu um að taka bílinn ekki á meðan, eins og fram kemur í tölvupósti frá lögfræðingi Lýsingar í ágúst, sem fréttastofa hefur afrit af: „Við stoppum málið hjá vörslusviptingu þangað til frumvarpið er komið." Fréttastofa bar málið undir Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, og spurði hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð hjá Lýsingu að hirða bíl í skjóli nætur án viðvörunar. Svanborg segir Umboðsmann skuldara hafa fundað með Lýsingu, einmitt til að kvarta undan þessum vinnubrögðum og hún kvaðst ekki telja þetta eðlileg vinnubrögð. Talsmaður Lýsingar sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig í fullum rétti en að það forðaðist vörslusviptingu almennt í lengstu lög. En er Lýsing í fullum rétti? „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli," segir Svanborg. „Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól. Það eru ákvæði í flestum samningum um að ef fólk leitar eftir nauðasamningi þá megi fjármálafyrirtækin rifta þeim samningum samstundis." Ef bílalánin eru lánssamningar þá mættu fjármálafyrirtækin ekki rukka eða vörslusvipta fólk á meðan það er í greiðsluskjóli. Ef bílalánin eru hins vegar leigusamningar, eru fjármálafyrirtækin hins vegar í fullum rétti. „En mér finnst lágmark að láta mann vita," segir Rós. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar. Það var um átta í morgun sem Rós María Oddsdóttir var á leið með börnin í skólann. Þegar hún kemur að bílastæðinu sér hún að bíllinn er ekki þar. Það fyrsta sem henni og börnunum datt í hug var að bílnum hefði verið stolið. „Þau sögðu: Mamma, eigum við ekki að hringja á lögguna og gá hvort hún finnur bófann." En Rós ákveður að hringja í Lýsingu til að spyrja hvort bíllinn hafi verið tekinn. „Og þeir svara því játandi." Lýsing sendir síðan mann til Rósar til að sækja lykilinn. Hún mátti ekki tæma bílinn sjálf, sem var fullur af persónulegum munum, m.a. útiflíkum og aukafatnaði sem börnin áttu að hafa með sér í skólann. Fjörutíu mínútum síðar kemur hann síðan með allt það dót sem hún var með í bílnum. Rós greiddi af bílnum í 4 ár, en hafði ekkert greitt í 10 mánuði, eða síðan hún sótti um greiðsluaðlögun. Enda má hún ekki greiða af skuldum sínum meðan umsóknin er í vinnslu, til að mismuna ekki kröfuhöfum. Lögmaður hennar gerði auk þess samkomulag við Lýsingu um að taka bílinn ekki á meðan, eins og fram kemur í tölvupósti frá lögfræðingi Lýsingar í ágúst, sem fréttastofa hefur afrit af: „Við stoppum málið hjá vörslusviptingu þangað til frumvarpið er komið." Fréttastofa bar málið undir Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, og spurði hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð hjá Lýsingu að hirða bíl í skjóli nætur án viðvörunar. Svanborg segir Umboðsmann skuldara hafa fundað með Lýsingu, einmitt til að kvarta undan þessum vinnubrögðum og hún kvaðst ekki telja þetta eðlileg vinnubrögð. Talsmaður Lýsingar sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig í fullum rétti en að það forðaðist vörslusviptingu almennt í lengstu lög. En er Lýsing í fullum rétti? „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli," segir Svanborg. „Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól. Það eru ákvæði í flestum samningum um að ef fólk leitar eftir nauðasamningi þá megi fjármálafyrirtækin rifta þeim samningum samstundis." Ef bílalánin eru lánssamningar þá mættu fjármálafyrirtækin ekki rukka eða vörslusvipta fólk á meðan það er í greiðsluskjóli. Ef bílalánin eru hins vegar leigusamningar, eru fjármálafyrirtækin hins vegar í fullum rétti. „En mér finnst lágmark að láta mann vita," segir Rós.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira