Innlent

Nýársnótt róleg framan af

Mynd/Pjetur
Nýársnóttin var fremur róleg framan af hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en undir morgun tók við talsverður erill vegna slagsmála og ofdrykkju. Engan sakaði þó alvarlega vegna þeirra viðskipta. „Einhver uppskar kannski brotið stolt, en ekkert alvarlegra," segir lögreglumaður á vakt.

Vaktmaður Lögreglunnar á Suðurnesjum sagði nóttina hafa verið rólega. „Það eru auðvitað alltaf einhverjir snúningar sem fylgja þessari nótt, hjálpa fólki heim og fleira. En það voru engin meiriháttar mál," sagði hann og svipaða sögu er að segja frá Vestmanneyjum.

Á Akureyri var framin líkamsárás á Gíslagötu við Ráðhúsið. Við árásina kjálkabrotnaði fórnarlambið. Að öðru leyti gekki nóttin vel fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×