Innlent

Tvö nýársbörn á fæðingardeild landsspítalans í nótt

Mynd/Vilhelm
Tvö börn fæddust á fæðingardeild landsspítalans í nótt. Hið fyrra kom í heiminn í Hreiðrinu nokkrum mínútum eftir miðnætti.

Fæðingarnar gengu vel og heilsast börnunum og mæðrum þeirra vel. Guðrún Böðvarsdóttir, starfsmaður á fæðingardeildinni, sagði að nóttin hefði verið ánægjuleg. Hún bætti því við það væri ávallt skemmtilegt að fylgjast með nýársbörnunum að koma í heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×