Innlent

Slapp við varanlegan augnskaða

Sjö ára drengur sem brenndist í nótt þegar hann fékk flugeld í andlitið hefur verið útskrifaður af Landspítalanum. Hann hlaut ekki varanlega áverka á augum, en brenndist nokkuð illa í andliti.

Óhappið varð þegar hann og móðir hans stóðu álengdar og horfðu á aðra skjóta upp rakettum. Einn flugeldurinn fór ekki á loft heldur sprakk á jörðinni og drengurinn fékk glæður af honum í andlitið. Strákurinn var ekki með öryggisgleraugu. Af þessu óhappi má því draga þann lærdóm að jafnvel þó maður sjái ekki sjálfur um að kveikja í flugeldunum heldur standi til hliðar og fylgist með sé engu að síður vissara að hafa öryggisgleraugu á sér.

Annar ungur drengur sem einnig var lagður inn í nótt vegna bruna af völdum flugelda hefur líka verið útskrifaður. Sá brenndist er hann fékk glóð í fötin sín.

Drengirnir hlutu báðir annars stigs bruna og þurfa því að koma í eftirlit og endurmat á sjúkrahúsið á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×