Innlent

Ekkert banaslys á sjónum

Mynd/Vilhelm
Nú við áramót hefur þeim merka áfanga verið náð í annað sinn í sögunni að ekkert banaslys hefur orðið meðal íslenskra sjómanna á árinu sem er að líða. Síðast gerðist það árið 2008. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ljóst sé að öryggi íslenskra sjómanna hafi aukist til mikilla muna sem og öryggisvitund þeirra, sem hafa tekið miklum stakkaskiptum á síðustu áratugum. Má með sanni segja að starf Slysavarnaskóla sjómanna í fræðslu til sjómanna um öryggismál hafi þar en og aftur sannað mikilvægi sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×