Innlent

Áramótin á myndskeiði

Baldur Hrafnkell, myndatökumaður Stöðvar 2, brá sér á kreik í gærkvöldi og filmaði kveðjur Íslendinga til liðins árs og sprengjuæðið sem mætti hinu nýja þegar það gekk í garð. Þar má sjá Hallgrímskirkjuturn í marglitu neistaregni, börn með stjörnuljós, fólk að brosa og fólk með vín í flöktandi bjarma áramótabrennu. Yfir öllu saman glymur svo gamalkunnugt skátalag og gleðin er við völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×