Innlent

Myndir frá nýársmóttöku forsetans

Eftir að ávarpa íslensku þjóðina og veita ellefu Íslendingum heiðursverðlaun hélt forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, árvissa nýársmóttöku þar sem ráðherrum, hæstaréttardómurum, alþingismönnum, sendiherrum og fleirum var boðið til Bessastaða til samkvæmis.

Ljósmyndari fréttastofu var á staðnum og smellti af þegar gestirnir mættu á staðinn. Meðal þeirra voru Vigdís Finnbogadóttir, Geir H. Haarde, Jón Bjarnason, Karl Sigurbjörnsson og fleiri.

Dorrit og Vigdís Finnbogadóttir heilsast. Ólafur horfir á.Mynd/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×