Innlent

Fann giftingarhringinn á gulrót eftir 16 ára leit

Lena segist hafa verið orðlaus þegar fann síðan hringinn á gulrót sem hún tók upp í garði sínum í október á síðasta ári.
Lena segist hafa verið orðlaus þegar fann síðan hringinn á gulrót sem hún tók upp í garði sínum í október á síðasta ári. mynd/AFP
Sænsk kona er skýjunum eftir að hún fann giftingarhring sem hún glataði fyrir 16 árum. Hringurinn fannst í matjurtargarði konunnar en hann var fastur utanum gulrót.

Lena Paahlsson týndi hringum þegar hún bakaði smákökur með dóttur sinni árið 1995. Hún segist hafa leitað hátt og lágt eftir hringnum. Hún reif jafnvel upp gólffjalirnar í örvæntingu sinni. Á endanum gaf hún upp alla von um að endurheimta giftingarhringinn.

Lena segist hafa verið orðlaus þegar fann síðan hringinn á gulrót sem hún tók upp í garði sínum í október á síðasta ári.

Lena og fjölskylda hennar telja að hringurinn hafi dottið í eldhúsvaskinn þegar hún dundaði sér við baksturinn. Hann hafi síðan blandast við kartöfluhýði sem var síðan annað hvort fært í safnhaug eða notað sem fóður fyrir kindurnar.

Því miður passar hringurinn ekki lengur en Paahlsson grætur það þó ekki. Hún sagði sænska fréttablaðinu Dagens Nyheter að hún ætli að láta stækka hringinn og að hún geti ekki beðið eftir að ganga með hann aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×