Innlent

N1 hækkar verð á bensíni og dísilolíu

Olíufélagið N1 hefur hækkað verð á bensíni um fjórar krónur og 50 aura og á dísilolíu um þrjár krónur og 40 aura.

Þessar hækkanir eru nokkuð í samræmi við hækkun stjórnvalda á vöru- og kolefnisgjaldi um áramótin, sem nemur þremur krónum og 50 aurum á hvern lítra og má því fastlega búast við að hin olíufélögin hækki líka verðið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×