Innlent

Íkveikjur á fjórum stöðum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að slökkva í fjórum ruslagámum í gærkvöldi og í nótt, en hvergi hlaust alvarlegft tjón af.

Fyrst var kveikt í ruslagámi í grennd við sundlaugina við Austurberg í Breiðholti, síðan í tveimur ruslagámum við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og undir morgun var svo kveikt í ruslagámi við sporthúsið við Fífuhvamm í Kópavogi.

Í öllum tilvikum fékk slökkviliðið fregnir af íkveikjunum meðan eldur var enn á frumstigi, þannig að allstaðar tókst að koma í veg fyrir útbreiðslu hans.

Að sögn slökkviliðsmanna eru ýmiskonar íkveikjur algengar frá áramótum og fram yfir þrettándann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×