Innlent

Rýmdu og lokuðu skemmtistað í Kópavogi í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rýmdi og lokaði skemmtistað í Kópavogi upp úr klukkan fimm í morgun, þar sem skemmtanahald var í fullum gangi og að minnsta kosti 50 gestir innandyra.

Veitingastaðir mega ekki vera opnir lengur en til klukkan þrjú , aðfararnætur að virkum dögum, þannig að þetta var brot á þeim reglum. Gestir hlýddu lögreglu möglunarlaust og héldu heim.

Annars var töluverður fjöldi fólks á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu langt fram yfir miðnætti, að sögn lögreglu, en hvergi kom til alvarlegra vandræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×