Innlent

Eldsneyti hækkar - hömstruðu steinolíu fyrir helgi

Bensínstöð. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Bensínstöð. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Örtröð myndaðist um áramótin á bensínstöðvum, þar sem menn voru að hamstra steinolíu, sem hækkaði um 39 prósent um áramótin. Þá er hækkun á vöru- og kolefnagjöldum ríkisins þegar farin að hækka verð á bensíni og dísilolíu.

Fram eftir öllum gamlársdegi mátti sjá stóra jeppa með kerrur með nokkrum 200 lítrar tunnum á, þar sem jeppamenn voru að hamstra steinolíu, sem sumstaðar gekk til þurrðar. Nú er búið að hækka gjöld á hana til samræmis við gjöld á dísilolíu, eða eftir að það kvisaðist út að hægt var að nota steinolíu á vissar gerðir dísilvéla í eldri bílum, en nú er búið að girða fyrir það.

Þeir sem nota steinolíu til kyndingar geta nú fengið hana á sama verði og litaða dísilolíu, sem aðeins er seld á vinnuvélar og skip. Og það eru fleiri hækkanir í gangi því Olíufélagið N1 hefur hækkað verð á bensíni um fjórar krónur og 50 aura og á dísilolíu um þrjár krónur og 40 aura.

Þessar hækkanir eru að hluta til vegna hækkunar stjórnvalda á vöru- og kolefnisgjöldum nú um áramótin, sem nemur þremur krónum og 70 aurum á hvern bensínlítra og tæplega einni og áttatíu á dísillítrann.

Olís og Skeljungur hækkuðu einnig eldsneytisverð í morgun. Algengt verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er 232 komma fjórar hjá N1 og Olís en 233,4 hjá Skeljungi. Algengt verð á dísel er komið upp í 245,9 krónur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×