Innlent

Telur líklegt að leið Ólafs liggi í stjórnmálin á ný

Ólafur Ragnar aftur á þing?
Ólafur Ragnar aftur á þing?
Doktor í stjórnmálafræði telur leið Ólafs Ragnars Grímssonar nú liggja í stjórnmálin á nýjan leik, mögulega í gegnum flokkapólitík og þingkosningar. Í nýársávarpi sínu hafi hann sagt með afdráttarlausum hætti, að hann segi nú skilið við forsetaembættið.

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur, segir það hafið yfir allan vafa að Ólafur Ragnar Grímsson hætti nú í embætti forseta Íslands.

,,Já, það er alveg augljóst mál að hann tilkynnti það með skýrum hætti að hann hyggist ekki að bjóða sig fram á ný til forseta, en boðar um leið mjög virka þátttöku í íslenskum stjórnmálum."

Eiríkur gerir ekki ráð fyrir að orðalag Ólafs Ragnars feli í sér að hann taki einungis einstaka sinnum til máls í tilteknum afmörkuðum málum.

,,Heldur að hann hyggist hafa einhverskonar forystu í íslenskum stjórnmálum. Hann lýsti því ekki nákvæmlega hvernig hann hyggðist gera það. Kannski bíður hann eftir viðbrögðum þjóðarinnar við því tilboði sínu.

Leiðin til þess að taka þátt í íslenskum stjórnmálum sé í gegnum þingkosningar.

,,Það má alveg velta því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar hyggist stofna nýjan stjórnmálaflokka eða þá ganga til liðs við einhvern hinna. Þá gerir maður ekki ráð fyrir því að hann verði farþegi í slíkum flokki heldur í forystu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×