Innlent

Tveir fjögurra bíla árekstrar á sama tíma

Tveir fjögurra bíla árekstrar urðu á sama tíma í höfuðborginni á öðrum tímanum í dag. Einn varð á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og hinn á Miklubraut til móts við Kringluna. Engin meiðsli urðu á fólki samkvæmt upplýsingum frá árekstur.is. Mikil hálka er að myndast á götum borgarinnar og eru ökumenn beðnir um að fara sérstaklega varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×