Innlent

Rætt um að Katrín taki við af Katrínu

Boði Logason skrifar
Rætt er um að Katrín Jakobsdóttir, menntmálaráðherra, verði einnig iðnaðarráðherra á meðan nafna hennar Júlíusdóttir er í fæðingarorlofi.
Rætt er um að Katrín Jakobsdóttir, menntmálaráðherra, verði einnig iðnaðarráðherra á meðan nafna hennar Júlíusdóttir er í fæðingarorlofi. mynd/GVA
Þegar að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof, sem reiknað er með að gerist á næstunni, er líklegt að ráðherra úr röðum VG haldi um stjórnartaumana í iðnaðarráðuneytinu.

Þetta segir Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, í samtali við Vísi. Hann segir að ekki sé búið að ákveða hvaða ráðherra það er sem sinni störfum iðnaðarráðuneytisins tímabundið, samhliða sínu eigin, en samkvæmt heimildum Vísis er rætt um það að Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sjái um iðnaðarráðuneytið á meðan nafna hennar Júlíusdóttir er í orlofinu.

Ekki er óalgegnt að aðrir ráðherrar sjái um önnu ráðuneytinu á meðan ráðherra fer í orlof. Þannig sá Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, um menntamálaráðuneytið á meðan Katrín Jakobsdóttir var í fæðingarorlofi á síðasta ári.

Iðnaðarráðuneytið verður sameinað undir hatti atvinnuvegaráðuneytis í vor. Vísir sagði frá því á föstudagskvöld að til standi Katrín Júlíusdóttir verði fjármálaráðherra þegar að hún kemur til baka úr fæðingarorlofinu.

Katrín Júlíusdóttir á von á tvíburum um mánaðarmótin febrúar - mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×