Innlent

Svifrykið 17 sinnum yfir mörkum á síðasta ári

Mynd/Pjetur
Styrkur svifryks í Reykjavík var á mælistöðinni við Grensásveg um 61 míkrógramm á rúmmetra á nýársnótt 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar.

Árið 2011 mældist styrkurinn 23 míkrógrömm á rúmmetra og 225 árið 2010. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Fyrstu klukkustundina árið 2012 fór styrkur svifryks þó í rúmlega 1000 míkrógrömm á rúmmetra en flugeldar eru meginástæða þess að 1. janúar er yfirleitt sá dagur sem mesta svifrykið mælist í Reykjavík.

„Árið 2010 fór styrkur svifryks 29 sinnum yfir heilsuverndarmörk en árið 2011 fór hann 17 sinnum yfir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×