Innlent

Rafmagn aftur komið á bæi á Rangárvöllum

Rafmagn komst aftur á bæi og þéttbýli á Rangárvölllum seint í gærkvöldi eftir að þar varð rafmangslaust fyrr um kvöldið.

Rafmagn fór meðal annars af Hellu og Hvolsvelli. Við það stöðvuðust dælur hitaveiturnnar, sem Orkuveita Reykjavíkur rekur, og fór þrýstingur á kerfið að falla. Var íbúum ráðlagt að loka gluggum á híbýlum sínum og fara spart með heitavatnið í rafmagnsleysinu.

Fréttastofunni er ekki kunnugt um að tjón hafi hlotist af, en töluvert frost var á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×