Innlent

Lilja boðar nýtt stjórnmálaafl

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir.
„Við munum fljótlega kynna fleiri sem koma að þessum flokki," segir Lilja Mósesdóttir, óháður þingmaður, en hún boðar nýtt stjórnmálaafl þvert á alla flokka. Lilja er dul á framtíðaráætlanir þessa framboðs og segir í samtali við fréttastofu að fleiri nöfn verða kynnt á blaðamannafundi von bráðar. Lilja gat þó ekki sagt til um hvenær sá fundur yrði haldinn.

Hún segir hið nýja afl vera þverpólitísk fyrirbæri. „Þetta verður þvert á allar línur. Fólkið, sem kemur úr öllum áttum, hefur komið sér saman um nokkur grunngildi," segir Lilja. Aðspurð hvort fleiri þingmenn koma að framboðinu svarar hún því til að það sé ótímabært að svara þeirri spurningu.

Á mbl.is, þvertekur Lilja fyrir að hún sé hluti af nýju stjórnmálaafli Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur.

Lilja sagði sig úr þingflokki Vinstri grænum á síðasta ári ásamt Atla Gíslasyni. Nokkru síðar sagði hún sig úr Vinstri grænum á landsfundi flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×