Innlent

Ók í annarlegu ástandi og faldi sig svo í snjóskafli

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn um kvöldmatarleytið í gær en stuttu áður hafði hann verið dreginn upp úr snjóskafli í Háaleitishverfinu af lögreglumönnum.

Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hafði skömmu áður en hann var dreginn upp úr skaflinum ekið fólksbifreið. Hann var því að fela sig fyrir lögreglunni og hafði gripið til þess ráðs að fela sig í snjóskaflinum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði hann þegar verið sviptur ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×