Innlent

Stefna á að ljúka rannsókn á meintri nauðgun í lok vikunnar

Egill Einarsson.
Egill Einarsson.
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið stefni á að rannsókn á meintri nauðgun pars í desember, ljúki í vikunni og verði sent ákæruvaldinu til frekari meðferðar.

Um er að ræða kæru á hendur Agli „Gilz" Einarssyni og unnustu hans. Átján ára stúlka kærði parið í desember fyrir að hafa nauðgað sér á heimili þeirra í Kópavogi eftir gleðskap í miðborg Reykjavíkur.

Ríkissaksóknari mun svo fara yfir málið og annað hvort gefa út ákæru í málinu eða fella það niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×