Innlent

Stephen Fry í QI: Fræddi fólk um íslenskar nábrækur

Stephen Fry og gestir hans í jólaþættinum spurningaþáttarins vinsæla QI tóku íslenskar nábrækur fyrir og leiddu að því líkum að nábrækur séu undirstaða íslensks efnahagskerfis. Þátturinn, sem nýtur mikilla vinsælda á BBC, gengur út á að Fry spyr gesti sína spurninga um allt á milli himins og jarðar og takmarkið er ekki endilega að svara rétt, heldur fremur að koma með nógu skemmtilega útskýringu á fyrirbærinu sem um ræðir.

Fry vísaði í Galdrasýninguna á Ströndum, en þar eru nábrækur til sýnis, og útskýrði hvað lægi að baki en nábrókin er sögð hafa verið notuð fyrr á öldum til að draga til sín fé.

Nábrækur náðu menn sér í með því að biðja vin sinn um að fá að flá af honum húðina frá mitti og niðrúr. Úr húðinni átti síðan að sauma buxur. Að því loknu átti maður að finna ekkju, stela frá henni smámynt og koma fyrir á hentugum stað á klofsvæðinu. Eftir þennan létta gjörning áttu menn að öðlast fullar hendur fjár.

„Og svona virkar íslenska hagkerfið!," sagði Fry og salurinn tók dátt undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×