Innlent

Bátur og norðurljósatúristar í vanda

Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar,Hannes Þ. Hafsteinn, er nú á leið til hafnar í Sandgerði með bát sem fékk net í skrúfuna um 13 sjómílur vestur af Sandgerði. Björgunarskipið fékk útkall um klukkan 13:40 og búist við að það komi með bilaða bátinn til hafnar um klukkan 17:00 í dag.

Björgunarsveitin Suðurnes var einnig á ferðinni á fjórða tímanum í nótt þegar rúta með 15-20 farþegum í norðurljósaskoðun sat föst utan vegar á Reykjanesinu. Björgunarsveitin fór með tvo bíla á staðinn og tókst fljótt og vel að losa rútuna úr festunni. Afar þungfært var á svæðinu vegna mikilla snjóa en aðstæður til að skoða norðurljós voru með besta móti, kalt og heiðskírt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×