Íslensk rannsókn: Horfur sjúklinga batna stórlega 5. janúar 2012 12:05 Horfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein hafa stórlega batnað samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku læknatímariti í dag. Ástæðan er rakin til aukinnar notkunar á myndrannsóknum á öðrum sjúkdómum. Læknar við Læknadeild Háskóla Íslands og skurðdeild Landspítalans birtu rannsóknina í vísindaritinu Journal of Urology en þar kemur fram að rúmlega helmingur nýrnafrumukrabbameina á Íslandi greinist nú fyrir tilviljun en fyrir rúmum fjörutíu árum var hlutfallið ellefu prósent. „Ástæðan fyrir því tengjum við beint við aukna notkun á myndrannsóknum í tengslum við aðra sjúkdóma. Við höfum til dæmis verið að sjá að notkun á tölvusneiðmyndum og ómskoðun hefur verið að aukast síðastliðna tvo áratugi sérstaklega og samhliða því hefur tilviljunargreining á nýrnafrumukrabbameini verið að aukast," segir Helga Pálsdóttir, deildarlæknir og einn af höfundum rannsóknarinnar, og bætir við að sjúklingar sem greinast með sjúkdóminn fyrir tilviljun hafi betri lífslíkur en þeir sem greinast vegna einkenna. „Og jafnvel þegar leiðrétt er fyrir öðrum þáttum eins og stærð æxlanna og svo framvegis. Og ef ég gef dæmi um það þá eru 40% fleiri sem eru á lífi 5 árum eftir greiningu hjá tilviljunargreindahópnum samanborið við hinn hópinn sem hafa einkenni." Hátt í 30 Íslendingar greinast árlega með sjúkdóminn en hann er algengari hér á landi en annars staðar í heiminum. „Ástæðuna fyrir því vitum við ekki og það er kannski ein af ástæðunum fyrir því að við erum að skoða nýrnafrumukrabbamein sérstaklega," segir hún. Rannsóknir á erfðum sjúkdómsins standa nú yfir hér á landi og segir Helga að þetta eigi því eflaust eftir að skýrast á næstu árum. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Horfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein hafa stórlega batnað samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku læknatímariti í dag. Ástæðan er rakin til aukinnar notkunar á myndrannsóknum á öðrum sjúkdómum. Læknar við Læknadeild Háskóla Íslands og skurðdeild Landspítalans birtu rannsóknina í vísindaritinu Journal of Urology en þar kemur fram að rúmlega helmingur nýrnafrumukrabbameina á Íslandi greinist nú fyrir tilviljun en fyrir rúmum fjörutíu árum var hlutfallið ellefu prósent. „Ástæðan fyrir því tengjum við beint við aukna notkun á myndrannsóknum í tengslum við aðra sjúkdóma. Við höfum til dæmis verið að sjá að notkun á tölvusneiðmyndum og ómskoðun hefur verið að aukast síðastliðna tvo áratugi sérstaklega og samhliða því hefur tilviljunargreining á nýrnafrumukrabbameini verið að aukast," segir Helga Pálsdóttir, deildarlæknir og einn af höfundum rannsóknarinnar, og bætir við að sjúklingar sem greinast með sjúkdóminn fyrir tilviljun hafi betri lífslíkur en þeir sem greinast vegna einkenna. „Og jafnvel þegar leiðrétt er fyrir öðrum þáttum eins og stærð æxlanna og svo framvegis. Og ef ég gef dæmi um það þá eru 40% fleiri sem eru á lífi 5 árum eftir greiningu hjá tilviljunargreindahópnum samanborið við hinn hópinn sem hafa einkenni." Hátt í 30 Íslendingar greinast árlega með sjúkdóminn en hann er algengari hér á landi en annars staðar í heiminum. „Ástæðuna fyrir því vitum við ekki og það er kannski ein af ástæðunum fyrir því að við erum að skoða nýrnafrumukrabbamein sérstaklega," segir hún. Rannsóknir á erfðum sjúkdómsins standa nú yfir hér á landi og segir Helga að þetta eigi því eflaust eftir að skýrast á næstu árum.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira