Segja tekjujöfnun verða auðveldari 29. mars 2012 06:00 Ögmundur Jónasson og Álfheiður Ingadóttir. Bæði hafa sett fram hugmyndir um breytta skipan lífeyrismála þjóðarinnar. Fréttablaðið/Valli Ákveðin skilyrði þarf til þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnun lífeyrisréttinda. Áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðum er sagður ills viti. Skiptar skoðanir eru um ágæti kerfisbreytingar í lífeyriskerfi landsmanna. Hugmyndir sem settar hafa verið fram um breytingar á lífeyrissjóðakerfi landsins hafa hlotið dræmar undirtektir. Nú síðast sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, í ræðu sinni á ársfundi sjóðsins í fyrradag að aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Vísaði hann þar einna helst til hugmynda um breytta skattlagningu lífeyrisgreiðslna og um þátttöku sjóðanna í fjármögnun stórverkefna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, og Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, hafa hins vegar fyrir skömmu öll talað fyrir róttækum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Álfheiður viðraði hugmynd um að sameina kerfið í einn lífeyrissjóð, en Ögmundur og Lilja hafa rætt um að kerfið yrði fært frá því að vera sjóðsöfnunarkerfi yfir í svokallað gegnumstreymiskerfi. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um vænleika þess að skipta yfir í gegnumstreymiskerfi. En þó er ekki úr vegi að rifja upp orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá því í október í fyrra, þegar hann hélt erindi um íslenska lífeyriskerfið á málþingi til heiðurs Hrafni Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða. Í erindinu benti hann á að þótt sjóðirnir hafi orðið fyrir verulegu höggi við hrunið mætti ekki gleyma að hluti af því tapi hafi verið leiðrétting. „Eignaverðsbólan og samsvarandi ávöxtun lífeyrissjóða var að hluta til froða,“ sagði hann og kvað þá ávöxtun því að hluta til aldrei hafa verið raunverulega. „Við vissum alltaf að áfall af þessu tagi væri ein stærsta áhættan sem lífeyriskerfi byggt á sjóðsöfnun stóð frammi fyrir. Kerfið fékk vissulega á sig högg en það brotnaði ekki, og það er ekkert sem segir á þessum tímapunkti að litið fram á veginn verði raunávöxtun á fjármálamarkaði lægri en hagvöxtur, en það er skilyrði þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnunarkerfi.“ Segja má að Lilja hafi hafið máls á breytingum á kerfinu í umfjöllun á vef sínum í byrjun síðasta mánaðar. Þar kvað hún núverandi kerfi sjóðsmyndunar fela í sér hættu á að eignir lífeyrissjóðanna rýrni og tapist, líkt og gerst hafi í bankahruninu. „Auk þess byggir sjóðsmyndunarkerfið á því að fólk öðlist réttindi í samræmi við iðgjaldagreiðslur. Lífeyrissjóðir viðhalda því launamuninum á vinnumarkaði,“ sagði hún og kvað áhættu gegnumstreymiskerfis fyrst og fremst felast í aldurssamsetningu þjóðarinnar og þróun raunlauna. „Ef raunlaun hækka ekki í samræmi við fjölgun lífeyrisþega á sama tíma og fjöldi skattgreiðenda stendur í stað, þá þarf að hækka skatta til að fjármagna kerfið. Tekjujöfnun í gegnum lágmarkslífeyri er mun auðveldara að ná fram í gegnum gegnumstreymiskerfið,“ sagði hún. Lilja kvað blandað kerfi sjóðsmyndunar og gegnumstreymis henta mun betur, með því væri dregið úr áhættu, losna mætti við verðtrygginguna og auka jöfnuð. „Mikilvægt er að auka vægi almannatryggingakerfisins sem fyrst og nota það til að tryggja öllum lágmarkslífeyri. Lífeyrissjóðir eiga ekki að sjá um samtrygginguna – aðeins um ávöxtun viðbótarlífeyris,“ sagði hún. Í grein sem Ögmundur Jónasson skrifaði í síðasta mánuði í Fréttablaðið sagði hann augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd væri orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Taldi hann að blandan í „lífeyriskokteilnum“ þyrfti að breytast hvað varðaði ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. „Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun,“ sagði Ögmundur og taldi að falla ætti frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. „Almannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé,“ sagði hann í grein sinni, en áréttaði þó um leið að nýtt kerfi ætti ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Í þeim hafi fólk samið um ákveðin réttindi og fórnað á móti launahækkunum. Álfheiður Ingadóttir talaði hins vegar ekki fyrir því að hverfa frá sjóðsmyndunarkerfi, heldur taldi það hafa reynst vel og benti á að tap lífeyrissjóðanna í bankahruninu hafi ekki verið meira en svo en að þeir hafi náð sér vel á strik aftur eftir hrun. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan síðasta mánuð sagði hún mest um vert að samræma lífeyrisréttindi og gera þau sjálfbær innan kerfisins. Ekki ætti að vera jafnmikill munur á réttindum fólks innan kerfisins og nú væri. „En það er mikil gæfa að við skulum eiga þetta lífeyriskerfi. Það er allt öðru vísi en víðast hvar og við þurfum að standa vörð um kerfið sjálft og vita hvert við ætlum að stefna með það,“ sagði hún og kvaðst þess vegna rifja upp gamalt slagorð um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Hún kvað þó þurfa frekari breytingar á lagaumgjörð sjóðanna og aukið lýðræðislegt aðhald í stjórnum þeirra. „Við erum með uppsöfnunarkerfi en ekki gegnumstreymiskerfi, og þarna erum við með sjóði, að vísu marga, sem í heildina eru jafnöflugir ef ekki stærri en olíusjóður Norðmanna.“ Í einum lífeyrissjóði sagði Álfheiður að mætti hugsa sér að rekstrarkostnaður yrði annar en í núverandi kerfi með marga sjóði. „En í slíkum stórum sjóði yrði það náttúrulega fyrst og fremst fjárfestingarstefnan sem skipti máli um afkomuna. En ég legg áherslu á að samræma réttindin sem fólk hefur. Það tekur langan tíma að gera það. Ójöfnuðurinn í kerfinu er jú á milli almenna kerfisins annars vegar og opinbera kerfisins hins vegar og það var samkomulag um það í síðustu kjarasamningum að reyna að hífa upp réttindin á almenna markaðnum,“ sagði hún, og kvaðst alls ekki tala fyrir jöfnun réttinda niður á við. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Ákveðin skilyrði þarf til þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnun lífeyrisréttinda. Áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðum er sagður ills viti. Skiptar skoðanir eru um ágæti kerfisbreytingar í lífeyriskerfi landsmanna. Hugmyndir sem settar hafa verið fram um breytingar á lífeyrissjóðakerfi landsins hafa hlotið dræmar undirtektir. Nú síðast sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, í ræðu sinni á ársfundi sjóðsins í fyrradag að aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Vísaði hann þar einna helst til hugmynda um breytta skattlagningu lífeyrisgreiðslna og um þátttöku sjóðanna í fjármögnun stórverkefna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, og Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, hafa hins vegar fyrir skömmu öll talað fyrir róttækum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Álfheiður viðraði hugmynd um að sameina kerfið í einn lífeyrissjóð, en Ögmundur og Lilja hafa rætt um að kerfið yrði fært frá því að vera sjóðsöfnunarkerfi yfir í svokallað gegnumstreymiskerfi. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um vænleika þess að skipta yfir í gegnumstreymiskerfi. En þó er ekki úr vegi að rifja upp orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá því í október í fyrra, þegar hann hélt erindi um íslenska lífeyriskerfið á málþingi til heiðurs Hrafni Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða. Í erindinu benti hann á að þótt sjóðirnir hafi orðið fyrir verulegu höggi við hrunið mætti ekki gleyma að hluti af því tapi hafi verið leiðrétting. „Eignaverðsbólan og samsvarandi ávöxtun lífeyrissjóða var að hluta til froða,“ sagði hann og kvað þá ávöxtun því að hluta til aldrei hafa verið raunverulega. „Við vissum alltaf að áfall af þessu tagi væri ein stærsta áhættan sem lífeyriskerfi byggt á sjóðsöfnun stóð frammi fyrir. Kerfið fékk vissulega á sig högg en það brotnaði ekki, og það er ekkert sem segir á þessum tímapunkti að litið fram á veginn verði raunávöxtun á fjármálamarkaði lægri en hagvöxtur, en það er skilyrði þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnunarkerfi.“ Segja má að Lilja hafi hafið máls á breytingum á kerfinu í umfjöllun á vef sínum í byrjun síðasta mánaðar. Þar kvað hún núverandi kerfi sjóðsmyndunar fela í sér hættu á að eignir lífeyrissjóðanna rýrni og tapist, líkt og gerst hafi í bankahruninu. „Auk þess byggir sjóðsmyndunarkerfið á því að fólk öðlist réttindi í samræmi við iðgjaldagreiðslur. Lífeyrissjóðir viðhalda því launamuninum á vinnumarkaði,“ sagði hún og kvað áhættu gegnumstreymiskerfis fyrst og fremst felast í aldurssamsetningu þjóðarinnar og þróun raunlauna. „Ef raunlaun hækka ekki í samræmi við fjölgun lífeyrisþega á sama tíma og fjöldi skattgreiðenda stendur í stað, þá þarf að hækka skatta til að fjármagna kerfið. Tekjujöfnun í gegnum lágmarkslífeyri er mun auðveldara að ná fram í gegnum gegnumstreymiskerfið,“ sagði hún. Lilja kvað blandað kerfi sjóðsmyndunar og gegnumstreymis henta mun betur, með því væri dregið úr áhættu, losna mætti við verðtrygginguna og auka jöfnuð. „Mikilvægt er að auka vægi almannatryggingakerfisins sem fyrst og nota það til að tryggja öllum lágmarkslífeyri. Lífeyrissjóðir eiga ekki að sjá um samtrygginguna – aðeins um ávöxtun viðbótarlífeyris,“ sagði hún. Í grein sem Ögmundur Jónasson skrifaði í síðasta mánuði í Fréttablaðið sagði hann augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd væri orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Taldi hann að blandan í „lífeyriskokteilnum“ þyrfti að breytast hvað varðaði ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. „Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun,“ sagði Ögmundur og taldi að falla ætti frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. „Almannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé,“ sagði hann í grein sinni, en áréttaði þó um leið að nýtt kerfi ætti ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Í þeim hafi fólk samið um ákveðin réttindi og fórnað á móti launahækkunum. Álfheiður Ingadóttir talaði hins vegar ekki fyrir því að hverfa frá sjóðsmyndunarkerfi, heldur taldi það hafa reynst vel og benti á að tap lífeyrissjóðanna í bankahruninu hafi ekki verið meira en svo en að þeir hafi náð sér vel á strik aftur eftir hrun. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan síðasta mánuð sagði hún mest um vert að samræma lífeyrisréttindi og gera þau sjálfbær innan kerfisins. Ekki ætti að vera jafnmikill munur á réttindum fólks innan kerfisins og nú væri. „En það er mikil gæfa að við skulum eiga þetta lífeyriskerfi. Það er allt öðru vísi en víðast hvar og við þurfum að standa vörð um kerfið sjálft og vita hvert við ætlum að stefna með það,“ sagði hún og kvaðst þess vegna rifja upp gamalt slagorð um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Hún kvað þó þurfa frekari breytingar á lagaumgjörð sjóðanna og aukið lýðræðislegt aðhald í stjórnum þeirra. „Við erum með uppsöfnunarkerfi en ekki gegnumstreymiskerfi, og þarna erum við með sjóði, að vísu marga, sem í heildina eru jafnöflugir ef ekki stærri en olíusjóður Norðmanna.“ Í einum lífeyrissjóði sagði Álfheiður að mætti hugsa sér að rekstrarkostnaður yrði annar en í núverandi kerfi með marga sjóði. „En í slíkum stórum sjóði yrði það náttúrulega fyrst og fremst fjárfestingarstefnan sem skipti máli um afkomuna. En ég legg áherslu á að samræma réttindin sem fólk hefur. Það tekur langan tíma að gera það. Ójöfnuðurinn í kerfinu er jú á milli almenna kerfisins annars vegar og opinbera kerfisins hins vegar og það var samkomulag um það í síðustu kjarasamningum að reyna að hífa upp réttindin á almenna markaðnum,“ sagði hún, og kvaðst alls ekki tala fyrir jöfnun réttinda niður á við.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira