Segja tekjujöfnun verða auðveldari 29. mars 2012 06:00 Ögmundur Jónasson og Álfheiður Ingadóttir. Bæði hafa sett fram hugmyndir um breytta skipan lífeyrismála þjóðarinnar. Fréttablaðið/Valli Ákveðin skilyrði þarf til þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnun lífeyrisréttinda. Áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðum er sagður ills viti. Skiptar skoðanir eru um ágæti kerfisbreytingar í lífeyriskerfi landsmanna. Hugmyndir sem settar hafa verið fram um breytingar á lífeyrissjóðakerfi landsins hafa hlotið dræmar undirtektir. Nú síðast sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, í ræðu sinni á ársfundi sjóðsins í fyrradag að aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Vísaði hann þar einna helst til hugmynda um breytta skattlagningu lífeyrisgreiðslna og um þátttöku sjóðanna í fjármögnun stórverkefna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, og Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, hafa hins vegar fyrir skömmu öll talað fyrir róttækum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Álfheiður viðraði hugmynd um að sameina kerfið í einn lífeyrissjóð, en Ögmundur og Lilja hafa rætt um að kerfið yrði fært frá því að vera sjóðsöfnunarkerfi yfir í svokallað gegnumstreymiskerfi. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um vænleika þess að skipta yfir í gegnumstreymiskerfi. En þó er ekki úr vegi að rifja upp orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá því í október í fyrra, þegar hann hélt erindi um íslenska lífeyriskerfið á málþingi til heiðurs Hrafni Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða. Í erindinu benti hann á að þótt sjóðirnir hafi orðið fyrir verulegu höggi við hrunið mætti ekki gleyma að hluti af því tapi hafi verið leiðrétting. „Eignaverðsbólan og samsvarandi ávöxtun lífeyrissjóða var að hluta til froða,“ sagði hann og kvað þá ávöxtun því að hluta til aldrei hafa verið raunverulega. „Við vissum alltaf að áfall af þessu tagi væri ein stærsta áhættan sem lífeyriskerfi byggt á sjóðsöfnun stóð frammi fyrir. Kerfið fékk vissulega á sig högg en það brotnaði ekki, og það er ekkert sem segir á þessum tímapunkti að litið fram á veginn verði raunávöxtun á fjármálamarkaði lægri en hagvöxtur, en það er skilyrði þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnunarkerfi.“ Segja má að Lilja hafi hafið máls á breytingum á kerfinu í umfjöllun á vef sínum í byrjun síðasta mánaðar. Þar kvað hún núverandi kerfi sjóðsmyndunar fela í sér hættu á að eignir lífeyrissjóðanna rýrni og tapist, líkt og gerst hafi í bankahruninu. „Auk þess byggir sjóðsmyndunarkerfið á því að fólk öðlist réttindi í samræmi við iðgjaldagreiðslur. Lífeyrissjóðir viðhalda því launamuninum á vinnumarkaði,“ sagði hún og kvað áhættu gegnumstreymiskerfis fyrst og fremst felast í aldurssamsetningu þjóðarinnar og þróun raunlauna. „Ef raunlaun hækka ekki í samræmi við fjölgun lífeyrisþega á sama tíma og fjöldi skattgreiðenda stendur í stað, þá þarf að hækka skatta til að fjármagna kerfið. Tekjujöfnun í gegnum lágmarkslífeyri er mun auðveldara að ná fram í gegnum gegnumstreymiskerfið,“ sagði hún. Lilja kvað blandað kerfi sjóðsmyndunar og gegnumstreymis henta mun betur, með því væri dregið úr áhættu, losna mætti við verðtrygginguna og auka jöfnuð. „Mikilvægt er að auka vægi almannatryggingakerfisins sem fyrst og nota það til að tryggja öllum lágmarkslífeyri. Lífeyrissjóðir eiga ekki að sjá um samtrygginguna – aðeins um ávöxtun viðbótarlífeyris,“ sagði hún. Í grein sem Ögmundur Jónasson skrifaði í síðasta mánuði í Fréttablaðið sagði hann augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd væri orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Taldi hann að blandan í „lífeyriskokteilnum“ þyrfti að breytast hvað varðaði ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. „Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun,“ sagði Ögmundur og taldi að falla ætti frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. „Almannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé,“ sagði hann í grein sinni, en áréttaði þó um leið að nýtt kerfi ætti ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Í þeim hafi fólk samið um ákveðin réttindi og fórnað á móti launahækkunum. Álfheiður Ingadóttir talaði hins vegar ekki fyrir því að hverfa frá sjóðsmyndunarkerfi, heldur taldi það hafa reynst vel og benti á að tap lífeyrissjóðanna í bankahruninu hafi ekki verið meira en svo en að þeir hafi náð sér vel á strik aftur eftir hrun. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan síðasta mánuð sagði hún mest um vert að samræma lífeyrisréttindi og gera þau sjálfbær innan kerfisins. Ekki ætti að vera jafnmikill munur á réttindum fólks innan kerfisins og nú væri. „En það er mikil gæfa að við skulum eiga þetta lífeyriskerfi. Það er allt öðru vísi en víðast hvar og við þurfum að standa vörð um kerfið sjálft og vita hvert við ætlum að stefna með það,“ sagði hún og kvaðst þess vegna rifja upp gamalt slagorð um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Hún kvað þó þurfa frekari breytingar á lagaumgjörð sjóðanna og aukið lýðræðislegt aðhald í stjórnum þeirra. „Við erum með uppsöfnunarkerfi en ekki gegnumstreymiskerfi, og þarna erum við með sjóði, að vísu marga, sem í heildina eru jafnöflugir ef ekki stærri en olíusjóður Norðmanna.“ Í einum lífeyrissjóði sagði Álfheiður að mætti hugsa sér að rekstrarkostnaður yrði annar en í núverandi kerfi með marga sjóði. „En í slíkum stórum sjóði yrði það náttúrulega fyrst og fremst fjárfestingarstefnan sem skipti máli um afkomuna. En ég legg áherslu á að samræma réttindin sem fólk hefur. Það tekur langan tíma að gera það. Ójöfnuðurinn í kerfinu er jú á milli almenna kerfisins annars vegar og opinbera kerfisins hins vegar og það var samkomulag um það í síðustu kjarasamningum að reyna að hífa upp réttindin á almenna markaðnum,“ sagði hún, og kvaðst alls ekki tala fyrir jöfnun réttinda niður á við. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ákveðin skilyrði þarf til þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnun lífeyrisréttinda. Áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðum er sagður ills viti. Skiptar skoðanir eru um ágæti kerfisbreytingar í lífeyriskerfi landsmanna. Hugmyndir sem settar hafa verið fram um breytingar á lífeyrissjóðakerfi landsins hafa hlotið dræmar undirtektir. Nú síðast sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, í ræðu sinni á ársfundi sjóðsins í fyrradag að aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Vísaði hann þar einna helst til hugmynda um breytta skattlagningu lífeyrisgreiðslna og um þátttöku sjóðanna í fjármögnun stórverkefna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, og Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, hafa hins vegar fyrir skömmu öll talað fyrir róttækum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Álfheiður viðraði hugmynd um að sameina kerfið í einn lífeyrissjóð, en Ögmundur og Lilja hafa rætt um að kerfið yrði fært frá því að vera sjóðsöfnunarkerfi yfir í svokallað gegnumstreymiskerfi. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um vænleika þess að skipta yfir í gegnumstreymiskerfi. En þó er ekki úr vegi að rifja upp orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá því í október í fyrra, þegar hann hélt erindi um íslenska lífeyriskerfið á málþingi til heiðurs Hrafni Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða. Í erindinu benti hann á að þótt sjóðirnir hafi orðið fyrir verulegu höggi við hrunið mætti ekki gleyma að hluti af því tapi hafi verið leiðrétting. „Eignaverðsbólan og samsvarandi ávöxtun lífeyrissjóða var að hluta til froða,“ sagði hann og kvað þá ávöxtun því að hluta til aldrei hafa verið raunverulega. „Við vissum alltaf að áfall af þessu tagi væri ein stærsta áhættan sem lífeyriskerfi byggt á sjóðsöfnun stóð frammi fyrir. Kerfið fékk vissulega á sig högg en það brotnaði ekki, og það er ekkert sem segir á þessum tímapunkti að litið fram á veginn verði raunávöxtun á fjármálamarkaði lægri en hagvöxtur, en það er skilyrði þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnunarkerfi.“ Segja má að Lilja hafi hafið máls á breytingum á kerfinu í umfjöllun á vef sínum í byrjun síðasta mánaðar. Þar kvað hún núverandi kerfi sjóðsmyndunar fela í sér hættu á að eignir lífeyrissjóðanna rýrni og tapist, líkt og gerst hafi í bankahruninu. „Auk þess byggir sjóðsmyndunarkerfið á því að fólk öðlist réttindi í samræmi við iðgjaldagreiðslur. Lífeyrissjóðir viðhalda því launamuninum á vinnumarkaði,“ sagði hún og kvað áhættu gegnumstreymiskerfis fyrst og fremst felast í aldurssamsetningu þjóðarinnar og þróun raunlauna. „Ef raunlaun hækka ekki í samræmi við fjölgun lífeyrisþega á sama tíma og fjöldi skattgreiðenda stendur í stað, þá þarf að hækka skatta til að fjármagna kerfið. Tekjujöfnun í gegnum lágmarkslífeyri er mun auðveldara að ná fram í gegnum gegnumstreymiskerfið,“ sagði hún. Lilja kvað blandað kerfi sjóðsmyndunar og gegnumstreymis henta mun betur, með því væri dregið úr áhættu, losna mætti við verðtrygginguna og auka jöfnuð. „Mikilvægt er að auka vægi almannatryggingakerfisins sem fyrst og nota það til að tryggja öllum lágmarkslífeyri. Lífeyrissjóðir eiga ekki að sjá um samtrygginguna – aðeins um ávöxtun viðbótarlífeyris,“ sagði hún. Í grein sem Ögmundur Jónasson skrifaði í síðasta mánuði í Fréttablaðið sagði hann augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd væri orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Taldi hann að blandan í „lífeyriskokteilnum“ þyrfti að breytast hvað varðaði ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. „Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun,“ sagði Ögmundur og taldi að falla ætti frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. „Almannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé,“ sagði hann í grein sinni, en áréttaði þó um leið að nýtt kerfi ætti ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Í þeim hafi fólk samið um ákveðin réttindi og fórnað á móti launahækkunum. Álfheiður Ingadóttir talaði hins vegar ekki fyrir því að hverfa frá sjóðsmyndunarkerfi, heldur taldi það hafa reynst vel og benti á að tap lífeyrissjóðanna í bankahruninu hafi ekki verið meira en svo en að þeir hafi náð sér vel á strik aftur eftir hrun. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan síðasta mánuð sagði hún mest um vert að samræma lífeyrisréttindi og gera þau sjálfbær innan kerfisins. Ekki ætti að vera jafnmikill munur á réttindum fólks innan kerfisins og nú væri. „En það er mikil gæfa að við skulum eiga þetta lífeyriskerfi. Það er allt öðru vísi en víðast hvar og við þurfum að standa vörð um kerfið sjálft og vita hvert við ætlum að stefna með það,“ sagði hún og kvaðst þess vegna rifja upp gamalt slagorð um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Hún kvað þó þurfa frekari breytingar á lagaumgjörð sjóðanna og aukið lýðræðislegt aðhald í stjórnum þeirra. „Við erum með uppsöfnunarkerfi en ekki gegnumstreymiskerfi, og þarna erum við með sjóði, að vísu marga, sem í heildina eru jafnöflugir ef ekki stærri en olíusjóður Norðmanna.“ Í einum lífeyrissjóði sagði Álfheiður að mætti hugsa sér að rekstrarkostnaður yrði annar en í núverandi kerfi með marga sjóði. „En í slíkum stórum sjóði yrði það náttúrulega fyrst og fremst fjárfestingarstefnan sem skipti máli um afkomuna. En ég legg áherslu á að samræma réttindin sem fólk hefur. Það tekur langan tíma að gera það. Ójöfnuðurinn í kerfinu er jú á milli almenna kerfisins annars vegar og opinbera kerfisins hins vegar og það var samkomulag um það í síðustu kjarasamningum að reyna að hífa upp réttindin á almenna markaðnum,“ sagði hún, og kvaðst alls ekki tala fyrir jöfnun réttinda niður á við.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira