Innlent

Eldri borgarar ósáttir við auðlegðarskatt

Magnús Halldórsson skrifar
Óánægju gætir meðal margra eldri borgara með auðlegðarskattinn, en ríflega þriðjungur þeirra sem greiðir skattinn er í þeim hópi. Ísak Sigurðsson, eldri borgari, segir skattinn ósanngjarnann fyrir stóran hóp, sem eigi lítið annað en húsnæði. Helgi Hjörvar segir skattinn óhjákvæmilegt, tímabundið neyðarúrræði.

Auðlegðarskatturinn svonefndi var til umræðu á hádegisverðarfundi VÍB, eignastýringar Íslandsbanka, í dag. Upplegg fundarins var það hvort skatturinn væri sanngjarn, eða hvort hann væri ósanngjörn eignaupptaka?

Skatturinn var settur á eftir hrun, einungis á þá sem eiga mikið af hreinum eignum.

Árið 2009 greiddu einstaklingar 1,25 prósent skatt af hreinni eign yfir 90 milljónum en hjón sama skatt á hreina eign yfir 100 milljónum.

Árið 2010 var skatturinn hækkaður og greiddu þá einstaklingar sem áttu yfir 75 milljónir í hreina eign 1,5 prósent skatt og hjón sem áttu 100 milljónir hreina eign.

Árið 2009 greiddu ríflega 3.800 manns skattinn en árið 2010 ríflega 5.500. Af þessum fjölda er ríflega þriðjungur eldri borgarar, og eru margir þeirra ósáttir við að þurfa að greiða þennan skatt af eignum.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir skattinn vera tímabundið neyðarúrræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×